ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Lokaverkefni í lagadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4529

Titill

Hver er réttur ættingja til forræðis yfir barni þegar annað foreldri fellur frá

Útdráttur

Í gegnum tíðina hafa komið fram aðilar í blaðaviðtölum vegna andláts dóttur eða sonar. Þessir ákveðnir aðilar hafa ekki fengið að sjá barnabörnin sín í skemmri eða lengri tíma. Vakti það áhuga minn að skoða hvaða reglur og lög gilda þegar andlát á sér stað og hver sé í raun lagalegur réttur þriðja aðila. Hvort sem það eru uppkomin systkini, afar og ömmur eða aðrir nákomnir ættingjar. Skoðaði höfundur því barnalögin, barnaverndarlögin og einkamálalögin. Einnig voru frumvörp þessara laga skoðuð. Með hliðsjón að lögunum og til betri útskýringa voru ýmis fræðirit og fræðigreinar skoðaðar. Komst höfundur að því að réttur þriðja aðila til barns eftir andlát forsjáraðila er ekki mikill nema sá forsjáraðili skilji eftir löglega yfirlýsingu þess efnis. Réttur þriðja aðilans til barnsins er því nánast enginn ef hitt foreldrið er til staðar. Hvert mál verður þó að skoða fyrir sig og ekki er hægt að alhæfa yfir öll mál sem upp geta komið. Einnig voru dómar skoðaðir. Kom í ljós að þeir eru ekki margir, en einungis tveir fundust þegar andlát átti sér stað. Má ætla að öðrum málum hafi lokið með dómssátt eða úrskurði. Er dómssátt talin vera betri en þá er málinu lokið af hálfu beggja aðila en ekki situr annar eftir með sárt ennið og finnst hann hafa tapað. Er samt sem áður minnst á fleiri dóma sem einnig eru um forsjármál. Einnig var tekin fyrir dómur sem var nokkuð sérstakur að því leiti að þar var faðir barnsins með forsjánna en fósturforeldrar með forræðið

Samþykkt
12.3.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lilja_gudrun_fixed.pdf584KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna