is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/452

Titill: 
  • Rannsókn á hagkvæmni fóðurtegunda við eldi á sæeyrum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Sæeyra er sæsnigill og flokkast í hóp lindýra. Villt sæeyru eiga undir högg að sækja og bann við veiðum hefur sett pressu á eldi til að anna eftirspurninni. Sæeyru hafa verið alin í Sæbýli síðan 1993 með misjöfnum árangri. Skelormasmit og vandræði við fjölgun sæeyrna eru vandamál sem staðið hafa fyrirtækinu fyrir þrifum. Fjölgun sæeyrna er nú ekki lengur vandamál og skelormasmituð dýr eru flokkuð frá, fargað og árgöngum haldið aðskildum til að lágmarka smithættu milli árganga.
    Sæeyru eru þaraætur í náttúrunni, en í eldi hefur verið þróað þurrfóður sem koma á í stað þarans. Þurrfóðrið hefur verið þróað hjá fóðurverksmiðju Laxá hf í samstarfi við Sæbýli. Mikilvægt er að fóðrið gefi sem bestan vöxt, lágan fóðurstuðul og sé samkeppnishæft við blautfóður (þara/söl).
    Markmið verkefnisins var að finna hagkvæma fóðursamsetningu fyrir eldi á sæeyrum í eldisstöð Sæbýlis. Rannsakaðar voru 4-5 fóðurgerðir á tveimur aldurshópum sæeyrna yfir 6 mánaða tímabil í eldisstöð Sæbýlis sumarið 2004. Í rannsókninni voru alls 44 tilraunaeiningar í tveimur aðskildum húsum, með rauð sæeyru og græn sæeyru til viðmiðunar. Í ungdýraeldistilraun voru 20 tilraunaeiningar og rannsakaðar voru fjórar mismunandi fóðurgerðir. Í áframeldistilraun voru 24 tilraunaeiningar og rannsakaðar voru fimm mismunandi fóðurgerðir.
    Niðurstöður tilrauna sýndu að fóðurstuðull var lægstur og dagvöxtur hæstur hjá rauðum sæeyrum sem fengu fóðurgerð C í báðum tilraunahúsum. Betri meðaltals dagvöxtur náðist ef þurrfóður var gefið í stað blautfóðurs.
    Á heildina litið kom fóðurgerð C best út og því eðlilegt að leggja til að sú fóðurgerð verði notuð við fóðrun sæeyrna í Sæbýli. Þá er ljós nauðsyn stöðugrar þróunar í fóðurgerð sem eykur enn frekar vaxtarmöguleika sæeyrna í eldi og styttir þar með langan eldistíma þeirra.
    Lykilorð: Sæeyru, þurrfóður, blautfóður (söl), fóðurstuðull, dagvöxtur.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rannsoknahagkv.pdf876.77 kBOpinnRannsókn á hagkvæmni fóðurtegunda við eldi á sæeyrum - heildPDFSkoða/Opna