ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/454

Titill

Barátta hetjunnar : saga og störf Þórðar Stefánssonar

Útdráttur

Í ritgerðinni er farið yfir ævi Þórðar Stefánssonar. Ritgerðin byggist að mestu upp á minningum ættingja og hans eigin. Hann fæddist þann 17. júní árið 1924 í Vestmannaeyjum og var sá fjórði í röðinni af átta systkinum. Ungur missti hann móður sína og þurfti í kjölfar þess að byrja snemma að vinna og færa björg í bú. Sjómennskan átti hug hans allan og var hann á sjónum á meðan hann gat. Það lék allt í lyndi hjá Dodda og Ingu konu hans. Hann var orðinn skipstjóri, átti sinn eigin bát og útgerð, tvær yndislegar dætur og búið var að reisa draumahúsið þegar áfallið kom. Doddi greinist með æxli við heilann aðeins 32 ára gamall. Eftir að hafa verið sendur til Kaupmannahafnar í aðgerð lamaðist hann, varð blindur og heyrnarskertur vegna læknamistaka. Þar með er sjómennskan liðin tíð, útgerðin seld og draumurinn úti. Við tekur breyttur lífstíll með breyttum áherslum. En með viljastyrk, harðfylgni og þrjósku nær hann ótrúlegum árangri og gat þjálfað sig til vinnu sem létti lífið og lífsbaráttuna. Hann barðist áfram með hjálp fjölskyldunnar og góðra vina því í þá daga var enga hjálp að fá. Fólk var ótryggt fyrir alls kyns veikindum og engin endurhæfing var í boði né sjúkraþjálfun. Í dag eru breyttir tímar og er fólk mun fyrr að jafna sig en áður. Læknamistök eru færri og tryggingar eru mun betri, endurhæfing er sjálfsögð og alls kyns hjálp er í boði fyrir blinda og sjónskerta, t.d. hvíti stafurinn,sem auðveldar fólki að komast leiðar sinnar, blindraletur, umferliskennarar, hljóðbækur, sérhönnuð úr, tölvukennsla og margt fleira.

Samþykkt
21.8.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heildarskjal.pdf1,32MBOpinn Heildarskjal PDF Skoða/Opna