is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4546

Titill: 
  • Jarðvegur og landnýting á Hrafntóftum í Rangárþingi ytra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Landnýting á Hrafntóftum er sérstök að því leyti að þar eru ræktaðar túnþökur. Í þessu verkefni verður leitast við að kanna áhrif túnþökuræktunar á jarðveginn. Því miður eru ekki til gamlar mælingar af svæðinu til að bera niðurstöðurnar saman við. Í staðinn var notast við mælingar af öðrum svæðum sem aðrir hafa gert og það sem talin eru eðlileg gildi. Mælingar voru gerðar á nokkrum jarðvegsþáttum eins og sýrustigi, rúmþyngd, glæðitapi og leysanlegum næringarefnum. Einnig voru áhrif þjöppunar metin með holustærðarmælingum.
    Helstu niðurstöður voru að þjöppun vegna umferðar getur verið mikil, rúmþyngd mældist há miðað við jarðvegsgerð en glæðitap lágt og fosfór mældist í mjög lágum styrk. Út frá þessum niðurstöðum má álykta sem svo að sá fosfór sem berst í landið með áburði sé að miklu leyti fjarlægður með túnþökunum en einnig getur jarðvegurinn bundið mikið magn fosfórs vegna þess hversu járnríkur hann er. Greinilegt er að landið hefur orðið fyrir miklu áfoki steinefna sérstaklega eftir landnám. Það sést á breytingum á rúmþyngd og glæðitapi við öskulag sem féll við landnám. Þetta mikla áfok hefur leitt til hækkunar á sýrustigi og aukinnar frjósemi jarðvegsins.

Samþykkt: 
  • 16.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-Jóhannes Már Gylfason.pdf3.88 MBLokaðurHeildartextiPDF