is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4550

Titill: 
  • Lifun skógarplantna á starfssvæði Norðurlandsskóga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lifun skógarplantna hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu misseri. Þótti Norðurlandsskógum ástæða til að gera sérstaka úttekt á sínu starfsvæði, til að leggja mætti mat á meðallifun skógarplantna sem gróðursettar hafa verið á þeirra vegum. Einnig var markmiðið að athuga hvort munur væri á lifun milli trjátegunda, hvort munur væri á lifun í mismunandi gróðurhverfum og hvort munur væri á lifun eftir
    því hvort plantað væri að vori eða hausti. Úttektin var gerð sumarið 2007 og náði til gróðursetninga frá árunum 2000 - 2006. Mælifletir voru valdir með aðstoð landupplýsingaforrits á þann hátt að lagt var mælinet með 500 x 500 metra möskvastærð yfir kort af gróðursetningaþekju
    Norðurlandskóga og þar sem línur í netinu skárust og undir var gróðursetning á vegum Norðurlandskóga var settur mæliflötur. Alls fengust 89 mælifletir með þessum hætti sem dreifðir voru um allt Norðurland. Af þessum mæliflötum var 71 sem gróðursett hafði verið í og lentu þeir í úrtakinu. Hver mæliflötur var 100 m2 og voru allar lifandi plöntur innan flatarins taldar. Út frá stöðu lifandi plantna var staðsetning plantna sem höfðu drepist áætluð. Með þessum gögnum var hægt að
    reikna lifun í hverjum mælifleti. Auk þess að telja lifandi plöntur og dauðar voru skráðar upplýsingar um trjátegundir í mælifletinum, gróðurhverfi og fleiri þætti. Einnig var farið í gagnagrunna Norðurlandsskóga til að finna upplýsingar um gróðursetningatíma trjáplantna innan mæliflata. Niðurstöður úttektarinnar gáfu á bilinu 65% til 75% meðallifun miðað við 95%
    vikmörk. Ekki var marktækur munur á lifun mismunandi trjátegunda og ekki heldur á lifun eftir því hvort plantað var vor eða haust. Marktækur munur var á lifun eftir gróðurhverfum og var marktækt betri lifun í mólendi en í graslendi og mosaþembu.

Samþykkt: 
  • 17.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lifun skógarplantna Bergsveinn þórsson 2.pdf653.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna