is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4558

Titill: 
  • Viðhorf foreldra til heimanáms barna sinna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru foreldrar og heimanám. Í fyrri hlutanum er efnið skoðað út frá fræðilegum heimildum og í þeim seinni fjallað um rannsókn sem ég framkvæmdi í samvinnu við einn grunnskóla. Athugað var viðhorf foreldra til heimanáms barna sinna s.s. hvernig þeim gengur að aðstoða börn sín við heimanám, hvað felist í heimanámi, mikilvægi þess, samstarf við skóla og fleira.
    Rannsóknin var gerð með blandaðri aðferð þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur með opnum og lokuðum spurningum. Þátttakendur rannsóknarinnar voru foreldrar barna sem valdir voru af handahófi úr öllum árgöngum skólans.
    Helstu niðurstöður eru þær að foreldrar eru almennt jákvæðir í garð heimanáms barna sinna. Telja þeir það mikilvægt framhald skólastarfsins þar sem foreldrar tengjast námi barna sinna betur sem og skilningur sé dýpkaður, færni, sjálfstæði og skipulagskunnaátta sé elfd. Foreldrar telja sig langflestir ágætlega í stakk búna til þess að aðstoða börn sín og eiga í góðri samvinnu við skólann. Margir bentu á leiðir til þess að bæta um betur sem á eflaust eftir að nýtast skólanum til góðs.

Samþykkt: 
  • 17.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_lok.pdf485.9 kBOpinnHeildarrtextiPDFSkoða/Opna