ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4559

Titill

Með fyrsta barni

Útdráttur

Allar konur sem ganga með barn upplifa það á einstakan hátt. Allar konur eru ólíkar og væntingar þeirra eru misjafnar. Ástæður fyrir barneignum geta skipt máli, aldur kvenna og svo margt fleira getur haft áhrif á upplifun þeirra. Þættir eins og þær líkamlegu breytingar sem eiga sér stað hafa misjafnlega mikil áhrif á konur. Konur taka á öllum málum á sinn eigin hátt og geta niðurstöður speglast á afar misjafna vegu.
Jákvæð umræða er yfirleitt í hávegum höfð þegar kemur að því að ræða um væntanlega fæðingu nýs lífs en erfitt getur verið fyrir margar konur að einblína á þann punkt. Tilfinningar, auk líffræðilega breytinga svo sem hormóna sem flæða um konur, þá sérstaklega þær sem ganga með sitt fyrsta barn vita kannski ekki hvernig taka eigi á þeim. Hvernig er eðlilegt að líða? Er eðlilegt að vera ekki ánægð með allar þær breytingar sem eru að eiga sér stað? Konum sem langar í barn og hafa tekið þá ákvörðun að nú sé tíminn kominn geta fundið fyrir sektarkennd þegar þær upplifa sig ekki eins ánægðar með ástandið þegar allt ferlið hefst. Hvernig stendur á því?

Samþykkt
17.3.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Með fyrsta barni.pdf89,1KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna