ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Lokaverkefni í lagadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4560

Titill

Samræmast gjaldeyrishömlur á Íslandi reglum EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga

Skilað
Desember 2009
Útdráttur

Höfundur vildi grennslast fyrir um það hvort rétt hafi verið staðið að því þegar settar voru reglur um gjaldeyrishömlur hér á landi þann 28. Nóvember 2008. Var það skoðað með ákvæði EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga að leiðarljósi. Við vinnslu ritgerðarinnar voru helstu reglur, þá einkum undantekningarreglur, EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga skoðaðar ásamt þeim bókunum og tilskipunum sem við áttu. Dómar voru svo notaðir til rökstuðnings þar sem hægt var. Þá voru reglugerðir um gjaldeyrismál þar sem umræddar takmarkanir voru settar skoðaðar ítarlega. Þegar ljóst var orðið hvernig meginregur EES-samningsins á þessu sviði virkuðu og hvað fólst í gjaldeyrishömlunum umræddu skoðaði höfundur þær leiðir sem íslensk stjórnvöld fóru við setningu reglnanna sem fólu í sér takmarkanirnar og spurði þeirrar spurningar, samræmast gjaldeyrishömlur á Íslandi reglum EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga?
Niðurstöðurnar voru í stuttu máli þær að hægt var að beita undantekningarreglum 43. gr. EES-samningsins til þess að gera þær varnarráðstafanir sem gerðar voru og að íslensk stjórnvöld stóðu rétt að setningu þeirra.
Við vinnslu ritgerðarinnar voru skoðaðar hinar ýmsu upplýsingaveitur, þá helst fræðibækur, lög, reglugerðir og dómar. Vefur Alþingis, Stjórnartíðinda, Stjórnarráðs og vefir EB og EFTA dómstólanna ásamt Háskólasafninu á Bifröst komu þar að góðum notum. Höfundur reyndi svo að vinna á sem hlutlausastan hátt úr upplýsingunum til þess að fá sem fræðilegasta niðurstöðu

Athugasemdir

Meginmál ritgerðar er lokað

Samþykkt
19.3.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
zanny_5_vidauki_fixed.pdf159KBOpinn Viðauki PDF Skoða/Opna
zanny_forsida_fixed.pdf264KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
zanny_meginmal_fixed.pdf426KBLokaður Meginmál PDF  
zanny_vidauki_fixed.pdf24,0KBOpinn Viðauki PDF Skoða/Opna