is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4575

Titill: 
  • Samanburður á notkun svarðlags og hefðbundinna aðferða við uppgræðslu námusvæðis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við efnistöku hérlendis hefur efsta lagi jarðvegs, svarðlaginu, verið rutt af ásamt undirliggjandi jarðvegi. Við frágang efnistökusvæða er algengt að ryðja þessari blöndu yfir á ný áður en uppgræðsla hefst. Erlendar rannsóknir benda til þess að heppilegt sé að halda svarðlaginu til haga og jafna því yfir jarðveginn til að stuðla að endurheimt staðargróðurs. Í þessu verkefni er fjallað um tilraun sem sett var upp árið 2006 til að kanna ávinning af því að halda svarðlagi til haga og nota það til uppgræðslu í samanburði við hefðbundnari aðferðir þar sem svarðlagi er blandað saman við annan jarðveg (jarðvegsblanda). Tilraunin var sett upp sem blokkartilraun þar sem prófaðar voru sjö meðferðir sem hver um sig var endurtekin fimm sinnum í 5x16 metra tilraunareitum. Markmið verkefnisins var þríþætt: Að leita svara við því hvort gróðurfar í uppgræðslu með svarðlagi væri líkara því gróðurfari sem einkenndi svæðið fyrir röskun, en í uppgræðslu þar sem jarðvegsblöndu var jafnað yfir. Einnig voru könnuð áhrif mismunandi uppgræðsluaðferða, áburðargjafar og sáningu mismunandi fræblandna á gróðurfar. Í þriðja lagi voru könnuð fræforði og landnám staðargróðurs við mismunandi meðferðir og borin saman við upplýsingar um gróðurfar. Gróðurþekja uppgræddra svæða var metin 2006 og 2007 en fræforði og landnám tegunda voru mæld sumarið 2007. Niðurstöður staðfestu mun á gróðurfari tilraunareita með svarðlagi og reita með jarðvegsblöndu. Gróðurþekja, tegundafjöldi og hlutfall staðartegunda voru marktækt meiri í svarðlagsreitum en í sambærilegum jarðvegsblöndureitum. Uppgræðsluaðferðir höfðu marktæk áhrif sem lýstu sér helst í minni tegundafjölda og meiri þekju í reitum þar sem grasi var sáð en í reitum sem aðeins var borið á. Landnám plantna var meira í svarðlagsreitum en í jarðvegsblöndureitum, sem getur skýrt muninn á svarðlags- og jarðvegsblöndumeðferðum. Hinsvegar komu fram vísbendingar um að fræforði staðartegunda hefði áhrif á þann mun sem gefur tilefni til að kanna þennan þátt betur. Þar sem gróðurframvinda í tilraunareitanna var skammt á veg komin er ástæða til að túlka þessar niðurstöður hennar varlega, og ljóst að margt getur haft áhrif á þá stefnu sem hún tekur. Áframhaldandi rannsóknir á tilraunasvæðinu munu leiða það í ljós.

Samþykkt: 
  • 23.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhannes Baldvin Jónsson BS ritgerð.pdf2.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna