is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4578

Titill: 
  • Að flytja úr foreldrahúsum : upplifun og reynsla ungs fólks með þroskahömlun og foreldra þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð fjallar um upplifun og reynslu ungs fólks með þroskahömlun af því að flytja úr foreldrahúsum í fyrsta skipti. Ritgerðinni er einnig ætlað að varpa ljósi á upplifun og reynslu foreldra þeirra á þessum tímamótum. Ritgerðin byggir á niðurstöðum rannsóknar sem var að mestu leyti unnin á árunum 2006 til 2009. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun og reynslu ungs fólks með þroskahömlun og foreldra þeirra af undirbúningi og stuðningi þegar unga fólkið flutti að heiman í fyrsta skipti og koma reynslu þeirra á framfæri. Rannsóknin var unnin samkvæmt hefðum eigindlegra rannsóknaraðferða og á sviði fötlunarfræða. Gagna var aflað með því að taka viðtöl og gera þátttökuathuganir. Þátttakendur í rannsókninni eru sjö fjölskyldur; ungt fólk með þroskahömlun sem flutti að heiman á árunum 2005- 2006 og foreldrar þeirra. Unga fólkið, fimm karlmenn og tvær konur, voru á aldrinum 20 til 35 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að nokkrir afgerandi þættir geti haft áhrif á upplifun, reynslu og líðan þátttakenda á þessum tímamótum. Þeir þættir sem höfðu mest áhrif á upplifun foreldra voru: aðdragandi og undirbúningur áður en unga fólkið flutti að heiman, upplýsingaflæði milli þjónustuskrifstofu/ starfsfólks og foreldra bæði fyrir og eftir að unga fólkið flutti, samskipti og samvinna við þjónustuskrifstofu/ starfsfólk bæði fyrir og eftir að unga fólkið flutti og að síðustu líðan og áhyggjuefni foreldra á þessum tímamótum. Niðurstöður benda til þess, að það sé lykilatriði að unga fólkið og foreldrar þeirra séu virt og viðurkennd sem mikilvægasti hlekkurinn í undirbúningsferlinu og upplifi að þjónustuskrifstofan vinni með þeim frá fyrsta degi. Niðurstöður sýna að ákveðnir þættir virtust hafa áhrif á hvernig unga fólkinu gekk að aðlagast nýju heimili. Hér má nefna þætti eins og stuðning frá fjölskyldu og vinum, möguleikann til að tjá sig, persónueinkenni eins og jákvæða sjálfsmynd, sjálfsöryggi og trú á eigin styrk og að síðustu gott og vel þjálfað starfsfólk.
    Lykilorð: Eigindleg rannsókn, að flytja úr foreldrahúsum, upplifun og reynsla ungs fólks með þroskahömlun, reynsla foreldra.

Samþykkt: 
  • 23.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigrBr_meistararitgerð 16.04.2010 2. prenntun.pdf863.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna