is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4581

Titill: 
  • Kjölur. Fjölbreytt landslag, ferðamennska og upplifun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vægi ferðaþjónustu í íslensku efnahagslífi hefur aukist undanfarin ár bæði vegna
    fjölgunar erlendra ferðamanna sem koma til Íslands auk þess sem ferðalög Íslendinga
    um eigið land njóta vaxandi vinsælda. Náttúra landsins er helsta aðdráttaraflið og
    nýtur hálendi Íslands jafnan mikilla vinsælda. Kjölur er viðkomustaður margra
    ferðamanna en aðdráttarafl hans felst einkum í fjölbreyttu landslagi auk þeirrar
    ósnortnu víðáttu sem þar er. Fjölgun ferðamanna leiðir af sér aukið álag á náttúruna auk þess sem fjölgunin getur leitt til árekstra á milli ólíkra tegunda ferðamennsku. Til þess að vernda náttúruna en jafnframt að mæta þörfum ólíkra hópa er nauðsynlegt að auka skipulag og stjórnun á svæðinu. Þingsályktunartillaga sú sem liggur nú fyrir á Alþingi um að vinna skuli landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendi Íslands er ein leið í þá átt.
    Í þessari ritgerð verður greint frá niðurstöðum rannsóknar á viðhorfum
    ferðamanna á Kili. Markmið rannsóknarinnar var að greina hvers konar ferðamennska er stunduð á Kili auk þess að fá fram hvernig ferðamenn upplifa ferðalög sín um Kjöl. Til þess að skipulag og stjórnun víðernissvæða eins og Kjalar verði markvissara til framtíðar er nauðsynlegt að fá fram sjónarhorn allra hagsmunaaðila á svæðinu og eru ferðamenn einn þessara hagsmunaaðila.
    Rannsóknin fór fram sumrin 2008 og 2009 og fólst í viðtölum við 21 ferðamann á
    Kili.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að fjölbreytt ferðamennska er stunduð
    á Kili. Þeir ferðamenn sem rætt var við voru m.a. í gönguferð, hestaferð,
    hjólreiðaferð, skipulagðri hópferð með rútu, á einkabíl, jeppaferð og vinnuferð.
    Almenn ánægja var meðal ferðamanna með ferð sína um Kjöl og var það einkum
    fjölbreytileiki náttúrunnar, hin ósnortnu víðerni sem þar eru, kyrrðin og fámenni sem
    hafði áhrif á þá upplifun.

Samþykkt: 
  • 23.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JSE BS verkefni.pdf911.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna