ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4588

Titill

Hvað felst í réttlætiskenningu Johns Rawls og hver er kjarni femínískrar gagnrýni Susan Moller Okin á kenninguna

Skilað
Desember 2009
Útdráttur

Hér verður fjallað um réttlætiskenningu bandaríska stjórnspekingsins Johns Rawls sem hann setti fram árið 1971. Eins verður gagnrýni heimspekingsins og femínistans, Susan Moller Okin, á kenninguna rakin. Með bók sinni Kenning um réttlæti1 skipaði Rawls sér sess meðal fremstu stjórnspekinga 20. aldar. Kenning hans veldur enn í dag heilabrotum og umræðum og mun að líkindum gera það enn um sinn. Susan Moller Okin taldi að Rawls hefði litið fram hjá konum og stöðu þeirra í samfélaginu við gerð kenningar sinnar, rétt eins og svo margir frjálslyndir fræðimenn í gegnum tíðina. Auk þess hefði hann byggt kenningu sína á því að einstaklingar öðluðust réttlætiskennd innan veggja heimilisins án þess að gefa því gaum að á þeim vettvangi fyrirfyndist mikið óréttlæti. Gagnrýni sína rakti hún í bókinni Réttlæti, kyn og fjölskyldan2 og í þessari ritgerð verður greint frá helstu röksemdum hennar. Að síðustu verður fjallað um viðbrögð Rawls við gagnrýninni, sem birtist meðal annars í bók hans Réttlæti sem sanngirni.3 Gagnrýni Okin reyndist mikilvæg enda varð hún, ásamt gagnrýni fleiri fræðimanna, til þess að Rawls endurbætti kenninguna og svaraði gagnrýni sem að honum hafði verið beint.

Samþykkt
24.3.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
sigridur_halld_fixed.pdf527KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna