is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4590

Titill: 
  • Bandaríki Suður - Afríku : draumur eða tálsýn
Titill: 
  • United States of South Africa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að skoða sögu 4ra þjóðríkja í sunnanverðri Afríku; Botswana,
    Namibíu, Suður – Afríku og Zimbabwe. Skoðun þessa byggi ég á völdum þáttum til samanburðar
    milli þessara ríkja. Í því skyni rýni ég m.a.a. í stöðu lýðræðis í löndunum, hvernig og hvort að
    aðskilnaðarstefna hafi verið við lýði þar að einhverju marki og hver séu áhrif hennar og ennfremur
    hvernig efnahagsleg uppbygging þessara ríkja hafi gengið. Að auki koða ég hver hafi verið áhrif
    bresku nýlendustefnunnar, þ.e.a.s. áhrif einstakra ákvarðana breskra stjórnvalda í þeim málaflokki
    hafi verið á þessi ríki. Þegar fjallað er um Afríku á tímum nýlendustefnunnar er ekki hægt að komast
    hjá því að ræða hvaða áhrif Cecil John Rhodes hafði á mótun þessa heimshluta. Stöðu þessara landa
    í dag ber ég saman við kenningar og stefnu hans og hvort þau stæðu betur í dag sem eitt, sameinað
    ríki. Engar afdráttarlausar niðurstöður er hægt að draga fram um það hvort þessi ríki væru betur sett
    sameinuð. Hins vegar má álykta af umfjöllun þessari að tvennt skipti ríkin mestu um alla
    efnahagslega velferð; annars vegar stöðugleiki í stjórnarfari, sérstaklega varðandi þróun mál
    innanlands og hins vegar að þau nái að halda í þann auð sinn sem fólgin er í hvítum íbúum landanna
    og tryggi því áframhaldandi búsetu sem flestra þeirra í ríkjunum. Þessi minnihlutahópur, í krafi hás
    menntunarstigs og og tæknikunnáttu sinnar, er í dag einn burðarása efnhagslegrar framtíðar ríkjanna
    sem er um leið grundvöllur tilveru þeirra sem sjálfstæðra ríkja.

Samþykkt: 
  • 24.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4590


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fannar_hjalmarsson_fixed.pdf909.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna