is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4601

Titill: 
  • Verðmat fyrirtækja : hvert er virði Icelandair Group samkvæmt sjóðstreymisgreiningu?
Titill: 
  • Business valuation : what is the value of Icelandair Group according to discounted cash flow method?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um þann fræðilega grunn sem liggur að baki verðmati á fyrirtækjum. Stuðst er við þann fræðilega grunn og sýnt fram á hvernig verðmat fyrirtækja er framkvæmt með því að verðmeta íslenska fyrirtækið Icelandair Group. Heimilda við ritgerðina var aflað úr rafrænum heimildum og fræðibókum tengdum viðfangsefninu.
    Ástæður fyrir því að verðmeta fyrirtæki eru ýmsar þó að tilgangurinn sé yfirleitt að komast að raunvirði þeirra. Bókfært virði fyrirtækja er oft umdeilanlegt vegna þess að þeir sem standa að baki efnahagsreikningnum vilja láta hann líta betur út en raun ber vitni. Markaðsvirði fyrirtækja getur einnig verið blekkjandi, sérstaklega á tímum sem þessum þar sem markaðurinn á Íslandi er í ládeyðu þar sem lítið er um viðskipti.
    Icelandair Group er eitt af elstu núlifandi fyrirtækjum landsins. Saga félagsins nær aftur til ársins 1937 þegar flugfélag Akureyrar var stofnað. Á tuttugasta áratugnum hefur félagið gengið í gegnum miklar breytingar og á vissum tímapunkti þegar félagið var undir hatti FL Group þá var aðal stefna þess fjárfestingastarfsemi, sem telst vera langt frá kjarnahæfni félagsins. Á þessum fjárfestingarárum var mikið um ytri vöxt. Sá vöxtur var fjármagnaður með miklum lántökum og í dag íþyngja þær skuldir fyrirtækinu. Yfirlýst stefna núverandi stjórnar er önnur því markmið þeirra er að losa sig við þær erlendu eignir sem félagið keypti á útrásartímum Íslendinga.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 24.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4601


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
magnus_tordur_fixed.pdf1.34 MBLokaðurHeildartextiPDF