ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4604

Titill

Áhrif efnahagshruns á mannauðsstjórnun

Skilað
Desember 2009
Útdráttur

Ritgerð þessi er fræðileg og fjallar um mannauðsstjórnun í yfirstandandi
efnahagshruni. Skoðað er hvort rannsókn sem gerð hefur verið um efnið sýni hvort
efnahagshrunið hefur neikvæð áhrif á líðan, viðhorf og væntingar starfsmanna í
kreppu. Til hliðsjónar var tekið viðtal við stjórnenda fyrirtækis sem stendur í miklum
breytingum vegna efnahagshrunsins. Gagnabankar voru nýttir við heimildaöflun en
fræðibækur, tímaritsgreinar og rannsóknir notaðar við ritun verksins. Í
mannauðsstjórnun er aðaláhersla lögð á starfsfólk því sýnt hefur verið fram á að góð
mannauðsstjórnun getur haft mikil áhrif á afkomu fyrirtækja. Mikilvægt er að hugsa
vel um mannauðinn í efnahagskreppu, rekstaraðstæður fyrirtækja geta orðið erfiðar og
til að auka líkurnar á að fyrirtækið lifi efnahagshrunið af þarf að sinna vel
uppbyggingarstarfi og þarf hæft starfsfólk til að takast á við það. Niðurstöður
rannsóknar sem fjallað er um í ritgerðinni gefa það til kynna að með góðri
mannauðsstjórnun er auveldara að takast á við afleiðingar sem efnahagshrunið hefur á
starfsfólk. Viðtalið sem tekið var við stjórnenda Arion banka var notað til hliðsjónar
við rannsóknina og sýnir það einnig að mikilvægt sé að halda utan um mannauðinn á
krepputímum.

Athugasemdir

Ritgerðin er lokuð

Samþykkt
24.3.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
bs_skj._SandraKristínJónsdóttir.pdf2,35MBLokaður Heildartexti PDF