ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4622

Titill

Helgar byggingar Evrópu og Indlands: samanburður á sígildum kirkjum og musterum

Útdráttur

Í viðleitni til að bera saman æðstu helgu byggingar Vesturlanda og Indlands er fjallað um þau einkenni þeirra sem fram koma í alþjóðlegum samanburði. Miðað er við sígildar byggingar frá miðöldum. Líkt og menningarheimarnir sjálfir myndar byggingarlistin andstæður en í sínu ólíka formi á byggingarlistin það þó sameiginlegt að vera á meðal æðstu sköpunar mannsandans. Hin lífræna og táknræna höggmyndlistargáfa sem mótar indverskar musteris-byggingar eins og Ambamata og Kandariya Mahadeo hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl (sjá myndir 8 og 9). Það er afl í formi náttúrulegrar köllunar sem gerir það að verkum að aðnjótandi hinnar trúarlegu listar fær ekki ráðið við sig og verður að ganga inn í musterisbygginguna. Hún er andstæð undraverðum verkfræðilegum yfirburðum hins kristna Evrópubúa sem getur eins og efnisbirt guðsríki á jörð í slíkri stærð að það vekur lotningu margar aldir á eftir (sjá mynd 2). Hin verkfræðilega gáfa Evrópubúa myndar andstæðu við lífrænar og táknrænar risahöggmyndir sem musterisbyggingarnar eru því indversk byggingarlist er undirgefin höggmyndalist.
Fleiri andstæður koma fram því það er til dæmis sérkenni helgra kristinna bygginga að helgihaldið er allt stundað innandyra sem er andstætt hinum opnu indversku musterum. Eldri vestræn trúarleg iðkun Grikkja og Rómverja var einnig stunduð í opnum hofum en saga kristni gerði það að verkum að þróun byggingarlistarinnar varð með þessum hætti1. Svo fleira sé nefnt hafa trúarbrögð austurs og vesturs og mismunandi skilningur þeirra á tilgangi helgra bygginga gagnvart guðdómnum mótað musteri ólíkt kirkjum.
Tilfinning vaknar við upplifun á þessum miklu sköpunarverkum heimanna tveggja sem er í samræmi við það sem fræðimaðurinn Heinrich Zimmer segir: þau „…eru vitranir af æðri sviðum sem hafa tekið birtingu í mannlegri vídd; þau eru efnisbirting hins guðlega heims…sem hafa í þessum steinmyndum fundið sér jarðneska endursköpun“2.

Samþykkt
6.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Helgar byggingar E... .pdf2,08MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna