ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4653

Titill

Ógilding samnings um fjárskipti við skilnað

Útdráttur

Í ritgerðinni verður fjallað með heildstæðum hætti um fjárskiptasamninga sem hjón gera með sér við skilnað, og ógildingar- og hliðrunarreglur sem gilda um slíka samninga, einkum 2. mgr. 95. gr. hjskl. Í öðrum kafla er að nokkru leyti rakin forsaga hjskl. og vikið að umfjöllun um norrænt löggjafarsamstarf. Reglur um fjárskipti vegna skilnaðar eru meginviðfangsefni þriðja kafla en í því samhengi verður vikið að tímamarki fjárskipta og meginreglunni um helmingaskipti. Í fjórða kafla er að finna almenna umfjöllun um fjárskiptasamninga. Í fimmta kafla eru teknar til skoðunar ógildingar- og hliðrunarreglur fjárskiptasamnings, og leitast við að svara því hvað leggja beri til grundvallar, við mat á því hvað sé bersýnilega ósanngjarnt. Einnig verður í stuttu máli vikið að tengslum 2. mgr. 95. gr. hjskl. við 36. gr. sml. og fjallað um réttaráhrif ógildingar. Verður efnið dregið saman í niðurstöðu í sjötta kafla ritgerðarinnar.

Samþykkt
15.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ogilding_samnings_... .pdf320KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna