is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4662

Titill: 
  • Réttarúrræði í ESB og EES rétti: Samanburður á öflun forúrskurðar í ESB rétti og beiðni um ráðgefandi álit í EES rétti með hliðsjón af markmiðinu um einsleitni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um réttarúrræði dómstóla í Evrópu þegar til skoðunar koma atriði sem varða löggjöf ESB, bæði ríkjum Evrópusambandsins og EFTA-ríkjunum. Í 1. kafla verður fjallað um stofnun, þróun og uppbyggingu Evrópusambandsins. Þá verður sérstaklega fjallað um Evrópudómstólinn, lögsögu hans og hlutverk. Samhliða þessu verður farið stuttlega yfir EFTA og EES-samninginn, tildrög að stofnun og hlutverk hans. Verður sérstaklega farið yfir EFTA dómstólinn og lögsögu hans. Í 2. kafla verður fjallað sérstaklega um einsleitni. Bæði á svæði Evrópusambandsins og hjá þeim EFTA löndum sem eru aðilar að EES-samningum er markmiðið um einsleitni ein helsta meginreglan. Í þessari ritgerð verður þetta markmið sérstaklega skoðað, hvernig ríkin ætla sér að ná fram því fram og hvort það sé að ganga eftir. Þá er því velt upp hvort ríki séu að fylgja þessari meginreglu og hvernig lagasetningum hefur verið hagað til að fylgja markmiðinu um einsleitni í þeim fjölmörgu ríkjum sem EES samningurinn og ESB ná yfir. Ritgerðin fjallar um formsatriði réttarkerfis aðildarríkja EFTA og ESB og í 3. kafla verður farið sérstaklega í að skýra frá forúrskurðum Evrópudómstólsins, tilgangi þeirra og formsatriðum sem huga þarf að þegar dómstólar óska eftir þeim. Í 4. kafla verður fjallað um ráðgefandi álit EFTA dómstólsins, lögsögu hans og þau formsskilyrði sem þurfa að vera uppfyllt þegar óskað er eftir áliti. Í þessu sambandi er sérstaklega horft til þess hvernig Hæstiréttur Íslands notfærir sér þessa heimild. Þá er varpað þeirri spurningu hvort ráðgefandi álit séu í raun valfrjáls kostur fyrir dómstóla EFTA ríkjanna eða hvort þeim beri skylda til að óska eftir ráðgefandi áliti í vissum tilvikum. Þessari spurningu verður reynt að svara með hliðsjón af markmiðinu af einsleiti. Að lokum verður skoðað hver er raunverulegur munur á ráðgefandi álitum EFTA-dómstólsins og forúrskurðum Evrópudómstólsins.

Samþykkt: 
  • 15.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kristinlaraBA1.pdf286.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna