is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4665

Titill: 
  • Aðild félaga og samtaka að einkamálum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála (hér eftir skammstöfuð eml.) kemur fram að aðili að dómsmáli geti verið hver sá sem borið getur skyldur eða átt réttindi að landslögum, hvort sem um ræðir einstakling, félag, lögpersónu eða stofnun. Hugtakið aðili eða málsaðili á því við um þann eða þá, sem eiga hlut að dómsmáli og gera þar ákveðnar kröfur um málsúrslit eða þá að slíkum kröfum sé beint að þeim og er þá sagt að þeir eigi aðild að einkamáli. Verður í ritgerð þessari fjallað almennt um aðild að einkamáli og aðildarhæfi. Verður megináherslan þó lögð á aðild félaga og samtaka að einkamálum. Munu valdir dómar Hæstaréttar verða reifaðir til þess að reyna að varpa ljósi á þau skilyrði og þær kröfur sem gerðar eru til félaga og samtaka við rekstur einkamáls.
    Í 3. mgr. 25. eml. kemur fram að félag eða samtök manna geti í eigin nafni rekið mál til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna eða lausnar undan tilteknum skyldum þeirra, enda samrýmist það tilgangi félagsins eða samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem dómkrafan tekur til. Málsgrein þessi var nýmæli í lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í greinargerð með frumvarpi sem varð að eml. segir:
    Undirstrika verður sérstaklega að þetta ákvæði breytir á engan hátt þeim almenna áskilnaði réttarfarsreglna, að dómstólar veiti eingöngu úrlausn um lögvarða hagsmuni. Ákvæðið miðað við að félagsmenn þurfi að hafa lögvarða hagsmuni af því, að fá úrlausn um réttindi sín eða réttarstöðu, en að því fullnægðu geti félag eða samtök rekið mál í þessu skyni í eigin nafni. (áh. höf.)
    Það er ljóst samkvæmt þessu að gerð er krafa um lögvarða hagsmuni félaga- og hagsmuna samtaka til þess að reka mál fyrir dómstólum fyrir hönd félagsmanna sinna. Það er þó ekki nægilegt að eiga lögvarða hagsmuni að úrlausn máls þegar kemur að aðild eða aðildarhæfi félaga og samtaka. Verða félög einnig að uppfylla m.a. skilyrði um form, skipulag og tilgang en nánari útlistun á þessum skilyrðum verður gerð síðar í ritgerðinni.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð fram í janúar 2011
Samþykkt: 
  • 16.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritg._lokautgafa.pdf270.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna