ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4667

Titill

Meðalganga samkvæmt 20. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991

Útdráttur

Meðalganga er það þegar þriðji maður gerist að eigin frumkvæði aðili að dómsmáli
annarra. Aðilar einkamáls þurfa almennt ekki að sæta því að þriðji maður gerist
ótilkvaddur aðili að máli þeirra. Það stangast á við málsforræði aðilanna ef þriðji
maður hyggst ná fram annarri niðurstöðu en þeir hafa lagt grundvöll að og aðild hans
getur valdið röskun og töfum á gangi máls. Því leiða bæði einkahagsmunir aðila máls
og almannahagsmunir af skilvirkum dómstörfum til þess að takmarka eigi aðkomu
annarra en aðila aðalsakar að einkamálum fyrir dómstólum.
Það kann þó að vera þriðja manni mikilsvert að geta haft áhrif á úrslit dómsmáls
sem hann hefur lögvarða hagsmuni af, og þeir hagsmunir geta vegið þyngra en sú
röskun sem aðild hans veldur. Ákvæði 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins
Íslands nr. 33/1944 verndar rétt þriðja manns til aðgangs að dómstólum til að fá
skorið úr um réttindi sín og skyldur. Á því byggist heimild í 20. gr. laga um meðferð
einkamála nr. 91/1991 (hér eftir skammstöfuð eml.) til meðalgöngu að uppfylltum
skilyrðum ákvæðisins.
Hér verður leitast við að gefa yfirlit yfir meðalgöngu í íslenskum rétti. Kannaður
verður grundvöllur hennar, framkvæmd og skilyrði og fjallað um stöðu
meðalgöngumanns í dómsmáli og réttaráhrif dóms á hann. Lögð verður áhersla á að
greina dómaframkvæmd, og geta þeirra dóma Hæstaréttar er varða meðalgöngu.
Meðalganga er ekki algeng í íslenskum rétti og dómaframkvæmd gefur ekki svör við
öllum álitaefnum. Í tilvikum þar sem vafi leikur á niðurstöðu verða leidd rök að því
hvað gæti orðið eða ætti að verða niðurstaðan að dómi höfundar.

Athugasemdir

Ritgerðin er lokuð fram í janúar 2011.

Samþykkt
16.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerð breytt-4.pdf533KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna