ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4668

Titill

Andmælareglan við uppsögn starfsmanna ríkisins

Útdráttur

Andmælareglan er ein af grundvallarreglum stjórnsýsluréttar. Hún er lögfest í 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og fjallar hún um andmælarétt aðila að stjórnsýslumáli. Í andmælareglunni segir: „Aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða hans og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft.“ Andmælaréttur er skilgreindur sem réttur aðila máls til þess að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því. Í ritgerðinni verður fjallað um 13. gr. ssl. og síðan verður fjallað nánar um sérregluna um andmælarétt samkvæmt ákvæði 1. mgr. 44. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í 2. kafla verður fjallað um uppruna andmælareglunnar og skoðað verður í stuttu máli hvort til staðar hafi verið í íslenskum rétti fyrir gildistöku ssl. óskráð andmælaregla. Í kaflanum verður einnig fjallað almennt um meginreglu 13. gr. ssl. og svarað þeirri spurningu til hvaða atriða andmælaréttur málsaðila nær til. Í 3. kafla verður fjallað um hver hafi frumkvæði að því að aðili neyti réttar síns. Skoðað verður í kaflanum hvort í einhverjum tilvikum hvíli skylda á stjórnvaldi að veita aðila kost á að tjá sig umfram lagaskyldu. Í 4. kafla verður í stuttu máli fjallað um undantekningar frá meginreglu 13. gr. ssl. Meginefni ritgerðinnar er í kafla 5 en þar er fjallað um ákvæði 1. mgr. 44. gr. starfsmannalaga sem kveður á um sérreglu um andmælarétt þegar um er að ræða uppsögn starfsmanna ríkisins. Skoðaðir verða dómar Hæstaréttar og álit umboðsmanns Alþingis sem hafa þýðingu við skýringu ákvæðisins. Að lokum verður í 7. kafla vikið að réttaráhrifum brota á andmælareglu.

Samþykkt
16.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Thora_Bjorg_Forsíða.pdf46,0KBLokaður Forsíða PDF  
thora_bjorg_andmæl... .pdf230KBLokaður Meginmál PDF