ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4690

Titill

Hvaða námssvið Aðalnámskráar leikskóla er unnið með í útikennslu og hvernig er kennslunni háttað?

Útdráttur

Rannsókn þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs frá leikskólabraut við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka umræðu um möguleika og takmarkanir útikennslu í leikskólastarfi. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort og þá hvernig væri unnið með námssvið Aðalnámskráar leikskóla í útikennslu í leikskólastarfi.
Rannsóknin fór fram í Björnslundi sem er útikennslustofa leikskólans Rauðhóls í Norðlingaholti haustið 2009. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 23 börn fædd á árunum 2004 til 2006 og fimm starfsmenn leikskólans Rauðhóls. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð sem fólst í þátttökuathugunum, myndbandsupptökum og viðtölum við þrjá leikskólakennara.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru að í Björnslundi var unnið með öll námssvið Aðalnámskráar leikskóla en þó mismikið eftir námssviðum. Í ljós kom að unnið var faglegt og skapandi starf í útikennslu. Björnslundur er ný leikskóladeild en þrátt fyrir það er starfið orðið mjög þróað og gott. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að það starf sem unnið var í Björnslundi sé öðrum skólum til fyrirmyndar.

Athugasemdir

Rannsókn í samstarfi við leikskólann Rauðhól

Samþykkt
16.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
sigurlauglokaritge... .pdf1,91MBLokaður Heildartexti PDF