ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4699

Titill

Samanburður á hugmyndum Gordon og Montessori um tónlistaruppeldi ungra barna

Útdráttur

Í þessu verkefni er einblínt á hugmyndir Gordon og Montessori um tónlistaruppeldi ungra barna. Þar er fjallað ítarlega um aðferð Gordon, Music Learning Theory, og það ferli sem á sér stað þegar börn læra að skynja tónlist. Gerð er grein fyrir mismunandi gerðum tónsæis og því hvernig Gordon telur að börn læri að beita tónsæi. Einnig er fjallað um hlutverk leiðbeinenda í tónlistaruppeldi ungra barna ásamt því ferli sem börn ganga í gegnum þegar þau efla tónlistarþroska sinn.
Rýnt er í hugmyndafræði Montessori þar sem Montessori aðferðin er kynnt og skoðuð út frá tónlistarlegu sjónarmiði. Þar er áhersla lögð á námstæki og hlutverk þeirra í tónlistarupplifun ungra barna auk þess sem að gerð er grein fyrir tónlistarnámskrá Montessori. Þegar hugmyndum Gordon og Montessori um tónlistaruppeldi ungra barna hefur verið gerð skil eru þær settar í samhengi og bornar saman. Að lokum er sett fram heildstæð stefna í tónlistaruppeldi ungra barna út frá hugmyndum fræðimannanna tveggja.
Lykilorð: Tónlistaruppeldi ungra barna, Music Learning Theory

Samþykkt
19.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokaverkefni_irise... .pdf351KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna