is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4707

Titill: 
  • Kennsluhættir fyrir afburðanemendur í stærðfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni á að lýsa því hvaða kennsluhættir það eru sem eru árangursríkastir fyrir afburðanemendur í stærðfræði til að uppfylla þarfir þeirra sem best. Afburðanemendur eru þeir nemendur sem skilja viðfangsefnið hratt og þurfa flóknari verkefni en aðrir nemendur, til að verða ekki leiðir. Fræðimenn eru sammála um að afburðanemendur eigi að fá ögrandi og dýpkandi verkefni til að geta nýtt hæfileika sína sem best. Kennarar eru skyldugir til að mennta alla nemendur á árangursríkan hátt samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (Almennur hluti, 2006) og það er réttur nemenda að geta nýtt tímann til fulls í skólanum. Stærðfræðikennarar þurfa að finna verkefni sem eru við hæfi og getu hvers og eins. Niðurstöður úr spurningarkönnun, sem send var til stærðfræðikennara á miðstigi, sýna að kennarar eru að velja úr verkefni eftir getu nemenda og meirihlutinn notar dýpkandi verkefni fyrir afburðanemendur.

Samþykkt: 
  • 19.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
saf6_lokaritgerð.pdf264.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna