is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4708

Titill: 
  • Ráðningar, uppsagnir og breytingar á störfum hjá ríkinu: Álit umboðsmanns Alþingis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um hvort annmarkar séu á ráðningum, uppsögnum og breytingum á störfum hjá ríkinu og þá hverjir. Hvaða atriði ráðninga-, breytinga- og uppsagnarferlisins eru það sem vefjast fyrir forstöðumönnum og þeim sem taka þessar ákvarðanir?
    Greind eru 50 álit umboðsmanns Alþingis þar sem hann fjallar um auglýsingar á störfum, ráðningar í embætti/störf, breytingar á störfum ásamt uppsögnum.
    Helstu niðurstöður eru þær að við meðferð mála bæði hjá æðstu stjórn ríkisins og ríkisstofnunum eru helstu annmarkarnir þeir, að við auglýsingar á störfum er fyrst og fremst verið að brjóta í bága við reglur starfsmannalaga (nr. 70/1993) um hvernig skuli staðið að auglýsingu starfa og hvað auglýsingarnar eigi að innihalda. Við ráðningar eru það fyrst og fremst ákvæði stjórnsýslulaga (nr. 37/1993) sem ekki er farið eftir. Má þar fyrst og fremst nefna rannsóknarregluna ásamt andmælareglunni og reglu upplýsingalaga um skráningu munnlegra upplýsinga, sem verða að teljast nokkuð alvarlegar ávirðingar. Einnig voru dæmi um að ekki hefði verið gerður nægjanlegur samanburður á hæfni umsækjenda eins og starfsmannalög (nr. 70/1996) kveða á um. Þá fundust fjölmargar athugasemdir t.d. við þjónustu ráðningafyrirtækja, leiðbeiningarskyldu og rökstuðning. Við uppsagnir eru það annars vegar meðalhófsregla stjórnsýslulaga (nr. 37/1993) og hins vegar regla starfsmannalaga (nr. 70/1996) um að starfsmaður sem brýtur af sér í starfi, skuli áminntur og honum gefinn kostur á að bæta sig sem ekki er virt. Við breytingar er ekki endilega verið að brjóta reglur en ítrekað að breytingar geti bæði haft í sé ívilnandi og íþyngjandi ráðstafanir og við íþyngjandi ráðstafanir er mikilvægt að gæta að meðalhófsreglu stjórnsýslulaga (nr. 37/1993). Breytingar er einungis hægt að gera innan viðkomandi stofnunar og þannig ekki hægt að færa starfsmenn milli stofnana í skjóli breytinga.
    Einnig kom fram að ekki væri marktækur munur á meðferð mála hjá ráðuneytum annars vegar og stofnunum hins vegar, þó svo að segja megi að ráðuneytin hafi fengið hlutfallslega fleiri athugasemdir. Þannig fengu sem dæmi bæði dómsmálaráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti á sig nokkuð alvarlegar ávirðingar í ráðningamálum.

Samþykkt: 
  • 20.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4708


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
olof Thorarensen.pdf573.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna