is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/472

Titill: 
  • Villtur þorskur og eldisþorskur : gæði og geymsluþol afurða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lykilorð: Ferskur þorskur, Geymsluþol, Markaðir, Flutningar, Hagkvæmni
    Í verkefninu er varpað fram þeim spurningum hvort afurðir unnar úr eldisþorski hafi lengra geymsluþol en afurðir unnar úr villtum þorski og hvort til séu hagkvæmir möguleikar á að breyta ferli flutninga fyrir ferskan fisk með hliðsjón af þeim aðstæðum sem ríkja varðandi flutninga og markaði.
    Í fyrsta hluta verkefnisins er fjallað um þá þætti sem hafa áhrif á þorskinn sem hráefni til manneldis og þær kröfur sem markaðurinn og stjórn landsins gerir til vörunnar. Þar er fjallað um þá þætti sem notaðir eru við gæðamat á fiski og þær reglur sem í gildi eru um framleiðslu, meðferð og umbúðamerkingar sjávarafurða.
    Í öðrum hluta verkefnisins er fjallað um helstu markaði Íslendinga fyrir fersk þorskflök og hvernig þeir markaðir hafa þróast með tilliti til magns og verðmætis (FOB). Þá er einnig fjallað um flutningsleiðirnar með flugi og skipi og hagkvæmni fyrirtækjanna Brims hf. og Marks & Spencer af hvorri flutningsleið fyrir sig.
    Í þriðja hlutanum er farið yfir það hvernig verklegum hluta verkefnisins var stillt upp, þær aðferðir sem notaðar voru svo og vinnureglur og aðbúnaður hráefnis við raunaðstæður.
    Helstu niðurstöður benda til að geymsluþol eldisþorsks sé lengra en þess villta. Þar spilar inní að eldisfiskurinn er kældur strax eftir slátrun og ferlið frá því hann er fangaður og þar til hann kemst í vinnslu er styttra og einfaldara en það ferli sem villti þorskurinn fer í gegnum. Niðurstöður sýna jafnframt að ekki er tölfræðilega marktækur munur á geymsluþoli afurða með tilliti til flutningsleiða.
    Af arðsemisútreikningum að dæma er hagkvæmara fyrir bæði framleiðanda og kaupanda að flytja afurðir með skipi. Þó vegur þungt hversu fljótt varan kemst á markað þegar flutt er með flugi.
    Eins og skipaferðum flutningsaðila til Bretlands er háttað í dag, er óvíst að unnt sé að halda uppi nægjanlegu magni af góðum ferskum fiski á mörkuðum erlendis ef varan er flutt sjóleiðina. Nauðsynlegt gæti verið að nota flugflutninga samhliða skipaflutningunum þannig að hagkvæmnin væri sem mest og framboð á ferskum fiski sé sem best.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/472


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
villtur.pdf1.12 MBOpinnVilltur þorskur og eldisþorskur - heildPDFSkoða/Opna