is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4733

Titill: 
  • „Á einu augabragði...“ Mæling á gæðum rökræðu á Alþingi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn eru gæði rökræðu á Alþingi mæld með aðferðum Steiners og félaga. Þær byggja á röræðusiðferði heimspekingsins Jurgen Habermas. Hér er um að ræða megindlega rannsókn þar sem 813 ræður þingmanna eru kóðaðar og innihald þeirra greint með tölfræðilegum hætti.
    Bæði er notast við kenningar sem Steiner og félagar setja fram í sinni rannsókn en rannsakendur smíða einnig sínar eigin kenningar. Meðal annars eru könnuð áhrif samstöðu- og samkeppnisstjórnmála, neitunarvalds, kyns og ræðutíma á rökræðuna. Þá eru könnuð áhrif reynslu þingmanna, hvort átök eru mikil eða lítil um málið og hvort munur sé á rökræðu þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu.
    Rökræðan á Alþingi er borin saman við rökræðuna á fjórum þjóðþingum, í Bretlandi, Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum, sem Steiner og félagar rannsökuðu.
    Niðurstöðurnar eru að mestu líkar niðurstöðum Steiners og félaga og renna frekari stoðum undir þeirra kenningar. Umræðurnar á Alþingi byggjast mikið á andsvörum sem draga verulega úr gæðum rökræðunnar. Einnig eru lagðar til breytingar á þingsköpum Alþingis sem eiga að efla rökræðuna.

Samþykkt: 
  • 23.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4733


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heild.pdf660.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna