is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4744

Titill: 
  • Samtvinnun sem misnotkun á markaðsráðandi stöðu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar að meginstefnu til um samtvinnun sem misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Áður en sú umfjöllun hefst er fjallað stuttlega um sögulega þróun, almennt um markaðsráðandi stöðu og misnotkun á þeirri stöðu. Þá er í síðasta kafla ritgerðarinnar fjallað stuttlega um úrræði samkeppnisyfirvalda vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu.
    Kjarnakafli ritgerðarinnar byrjar á umfjöllun um þær réttarheimildir sem varða samtvinnun sem misnotkun á markaðsráðandi stöðu en þar er um að ræða ákvæði 11. gr. skl., 54. gr. EES samningsins og 82. gr. Rómarsamningsins. Síðan er fjallað um hugtakið samtvinnun og er á það bent að ekki er til einhlít skilgreining á hugtakinu en nokkrar skilgreiningar er þó nefndar til sögunnar.
    Því næst er fjallað um þær birtingarmyndir sem samtvinnun getur tekið á sig en um er að ræða fimm tegundir, þ.e. samnings¬bundna samtvinnun, afhendingarsynjun, takmörkun á ábyrgð, tæknilega samtvinnun og vöndlun. Farið er yfir það að samningsbundin samtvinnun og afhendingarsynjun eru nátengdar tegundir samtvinnunar. Einnig er farið yfir það að hægt er að ná fram áhrifum samtvinnunar með takmörkun á ábyrgð og vöndlun en vöndlun er eina tegund samtvinnunar sem felur það í sér að verð er notað til að ná fram áhrifunum. Þá er bent á að tæknileg samtvinnun er sú tegund samtvinnunar sem líklegust er til að teljast lögmæt og að samkeppnisyfirvöld þurfa að stíga varlega til jarðar í meðhöndlun sinni á tæknilegri samtvinnun. Að því búnu er reifuð nokkur rök með og á móti því að samtvinnun verði virt sem brot á samkeppnisreglum en ekki er sjálfgefið að samtvinnun sé alltaf skaðleg fyrir samkeppni.
    Síðan er fjallað um skilyrði þess að litið verði á samtvinnun sem ólögmæta háttsemi og er það grundvallaratriði í umfjölluninni. Farið er yfir það að skilyrðin voru fyrst tilgreind af hálfu framkvæmdastjórnar ESB í máli sem varðaði samtvinnun tölvurisans Microsoft. Fjallað er ítarlega um skilyrðin fimm, þ.e. að fyrirtæki verði að vera í markaðsráðandi stöðu, að um aðgreinanlegar vörur verði að vera að ræða, að í samtvinnuninni verði að felast þvingun, að líklegt verði að vera að samtvinnunin hafi í för með sér skaðleg áhrif á samkeppni og að engar hlutlægar réttlætingarástæður megi vera fyrir hendi.
    Að lokum er skilyrðin metin, einkum með hliðsjón af tegundum samtvinnunar. Bent er á að svo virðist sem í framkvæmd horfi skilyrðin mismunandi við eftir því hvaða tegund samtvinnunar um er að ræða, einkum skilyrðið um skaðleg áhrif. Einnig er bent á að í ljósi sérstöðu tæknilegrar samtvinnunar þurfi að skoða skilyrðið um skaðleg áhrif sérstaklega þegar sú tegund samtvinnunar kemur til kasta samkeppnisyfirvalda.

Samþykkt: 
  • 26.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd med forsidu.pdf634.31 kBLokaðurHeildartextiPDF