ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4745

Titill

Líðan og lífshamingja í atvinnuleysi. „Svo var hamingjan bara þarna hinum megin við hornið“

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að fá betri innsýn inn í heim atvinnulausra þegar eitt mesta atvinnuleysi í sögu Íslands er staðreynd. Markmiðið var einnig að kanna lífshamingju í þessum aðstæðum. Gagnaöflun fór fram haustið 2009 og fyrri hluta árs 2010. Tekin voru viðtöl við tíu einstaklinga sem misst höfðu atvinnu sína í efnahagshruninu haustið 2008 og á árinu 2009. Leitast var við að fá svör við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig er upplifun af atvinnumissi, hvaða leiðir fara einstaklingar í aðlögunarferlinu, hvað hefur gagnast best til að taka stefnuna á ný og hvernig birtist lífshamingja í atvinnuleysi?
Niðurstöður benda annars vegar til þess að upplifanir af atvinnumissi geti verið erfiðar og oft fylgja því neikvæðar tilfinningar. Það sem virðist hins vegar skipta máli til að ná áttum á ný er að einstaklingarnir velji að horfast í augu við tilfinningar sínar og takast á við aðstæður sínar, og skiptir þá stuðningur og hvatning miklu máli. Jákvæð hugsun, tilgangur og trú á eigin getu getur einnig skipt sköpum. Ráðgjöf og úrræði skipta máli í aðlögunarferli einstaklinganna og samræmast niðurstöðum fyrri rannsókna á aðstæðum atvinnulausra.
Lífshamingjan var þátttakendum hugleikin. Svo virðist að þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður kristallist hamingjan í smáatriðum daglegs lífs og í góðum samskiptum við aðra. Fram kom að ytri aðstæður virðast ekki hafa eins mikið að segja og ætla mætti fyrir lífshamingju einstaklinga. Erfiðar tilfinningar eru vissulega til staðar í aðstæðum sem þessum, en sterk sjálfsbjargarviðleitni og aðlögunarhæfni einstaklinga virðist koma þeim í gegnum það áfall sem atvinnumissir er.

Samþykkt
26.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerð_lokaeintak_GM.pdf888KBLokaður Heildartexti PDF