ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4749

Titlar
  • Eftir höfðinu dansa limirnir. Rannsókn á stjórnunarháttum í grunnskólum

  • en

    Research on management techniques in primary schools

Útdráttur

Aðalmarkmið þessa verkefnis var að kanna hvort viðhorf starfsmanna til stjórnunarhátta í grunnskólum séu frábrugðin eftir því hvort skólarnir starfi eftir Bókun 5 í kjarasamningi KÍ og LN eða eftir hefðbundnum ákvæðum hans. Til þess að kanna þetta var spurningalistakönnum um stjórnunarmat lögð fyrir starfsmenn fjögurra skólastofnana, tveggja af hvorri tegund. Svarhlutfall var um 68%.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nokkur munur er á viðhorfum starfsmanna til stjórnunarhátta og starfsumhverfis eftir því hvert starfsfyrirkomulagið er í skólunum. Starfsmenn Bókunar 5 skólanna höfðu almennt nokkuð jákvæðara viðhorf til stjórnunar og starfsumhverfis síns en starfsmenn samanburðarskólanna. Erfitt er að greina nákvæmlega út frá rannsókninni hvaða þættir það eru í Bókun 5 skólunum sem mestu máli skipta í þessu samhengi. Til þess þarf að skoða betur ýmsar óháðar breytur svo sem aldur skóla, styrkleika stjórnenda, bakgrunn starfsmanna og fleira.
Þrátt fyrir framangreind atriði er hægt er að álykta út frá niðurstöðum rannsóknarinnar að ákveðið samband sé á milli þeirra skóla sem aukið hafa verkstjórnarvald skólastjórnenda, breytt vinnutíma starfsmanna og náð að bjóða hærri laun en samanburðarskólarnir og ánægju með stjórnun og starfsumhverfi.

Samþykkt
26.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heildartexti.pdf553KBLokaður Heildartexti PDF  
Heimildaskra.pdf53,3KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna