ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4755

Titill

Framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna: Breyttir tímar, breytt utanríkisstefna

Útdráttur

Í þessari ritgerð verður farið yfir aðdraganda og kosningabaráttu Íslands að sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Einnig verður farið yfir þær áherslubreytingar sem urðu á utanríkisstefnu Íslands, en merkja má nokkra hugarfarbreytingu meðal ráðamanna landsins við lok 20. aldar. Farið verður yfir kosningabaráttu Íslands og reynt að finna skýringar þess að Ísland fékk ekki brautargengi í kosningu til öryggisráðsins. Farið verður yfir tímabilið frá því að Ísland tók ákvörðun um framboð og fram yfir kosningarnar í október 2008.
Íslendingar virðast hafa átt lítinn mögulega á að ná kjöri, sérstaklega eftir að efnahagshrun á Íslandi skaðaði orðspor og málstað Íslands verulega. Fram að því voru möguleikarnir vissulega til staðar þó verulega hafi hallað á Ísland í ljósi þess að keppinautarnir höfðu úr töluvert meiri fjármunum og mannauð að spila. Íslendingar högnuðust á framboðinu í auknum stjórnmálasamböndum við önnur ríki. Þá mun framboðið nýtast íslensku utanríkisþjónustunni í viðamiklum verkefnum í framtíðinni.

Samþykkt
26.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA ritgerð skjal.pdf469KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna