is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/476

Titill: 
  • Fjölnýting jarðhita til raforkuframleiðslu og til fiskeldis : hagkvæmnisathugun á fjölnýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu fyrir Silfurstjörnuna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í Öxarfirði finnst mikið af heitu vatni sem hægt er að nýta mun meira en gert er í dag. Í þessari ritgerð eru skoðaðir möguleikar á að fjölnýta jarðhitann til raforkuframleiðslu og til upphitunar.
    Í fyrsta lagi að framleiða rafmagn fyrir fiskeldisfyrirtækið Silfurstjörnuna og jafnframt til upphitunar fyrir fiskeldið. Í öðru lagi til raforkuframleiðslu fyrir Silfurstjörnuna og þorpið Kópasker ásamt upphitun í fiskeldinu og fyrir Kópasker. Í þriðja lagi raforkuframleiðsla fyrir Silfurstjörnuna, Kópasker og einnig raforkuframleiðslu fyrir landsnetið ásamt upphitun fyrir fiskeldið og Kópasker.
    Gert er ráð fyrir að nýta Kalina tæknina fyrir raforkuframleiðsluna þar sem rannsóknir sýna að sú aðferð hefur nýtingaryfirburði þegar um lághita er um að ræða. Upplýsingar um tæknina og heimildir um notkun hennar eru fengnar hjá tækni- og markaðsfyrirtækinu Exorku. Einnig aðstoðuðu starfsmenn Exorku við útreikninga og arðsemismat.
    Upplýsingar og heimildir um Silfurstjörnuna eru fengnar frá sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja og starfsmönnum Silfurstjörnunnar.
    Einnig eru upplýsingar sóttar í skýrslur hjá ISOR, Náttúrustofu Norðausturlands og Orkustofnunar. Þá var leitað til kennara og einnig stuðst við munnlegar heimildir heimamanna. Við vinnu við hagkvæmisathugunina voru reynslutölur og upplýsingar fengnar hjá fyrirtækinu Exorku.
    Forsendur möguleikanna þriggja eru:
    • Reisa 1 MWe stöð fyrir Silfurstjörnuna sem nægði til að afla raforku fyrir fiskeldið. Stofnkostnaður er áætlaður 189 milljónir króna.
    • Reisa 1,4 MWe stöð til að fullnægja raforkuþörf fyrir Silfurstjörnuna og þéttbýlið á Kópaskeri. Stofnkostnaður er áætlaður 245 milljónir króna.
    • Reisa 2,4 MWe stöð til að fullnægja raforkuþörf Silfurstjörnunnar og Kópaskers og einnig að framleiða raforku til að selja inn á landsnetið. Stofnkostnaður er áætlaður 360 milljónir króna.
    Reiknað er með 20 ára endurgreiðslutíma og jafngreiðslu (annunitets) afborgunum. Niðurstöðurnar eru að framleiðslukostnaður á afskriftartíma er lægstur í tilviki þrjú eða 1,99 kr/kwh og 0,47 kr/kwh eftir afskriftir. Í tilviki tvö er framleiðslukostnaðurinn 2,34 kr/kWh á afskriftar¬tímanum og 0,56 kr/kWh eftir afskriftir. Í tilviki eitt er fram¬leiðslu¬kostnaðurinn 2,49 kr/kWh á afskriftartímanum og 0,59 kr/kWh eftir afskriftir.
    Arðsemi fjárfestingar eða innri vextir (IRR) eru í tilviki eitt 18% sem þýðir að verkefnið getur borið allt að 18% fjármögnunarkostnað. Í tilviki tvö og þrjú eru innri vextir (IRR) einnig 18%.
    Endurgreiðslutími stöðvanna er í öllum valkostum sá sami ef miðað er við meðalsöluverð raforkunnar (rekstrartekjur/orkusölu) eða um 7 ár.
    Mismunur á áætluðu söluverði og framleiðslukostnaði raforkunnar er mestur í valkosti eitt 2,28 kr/kWh. Valkostur eitt verður því að teljast álitlegastur.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fjolnyting.pdf758.86 kBOpinnFjölnýting jarðhita til raforkuframleiðslu og til fiskeldis - heildPDFSkoða/Opna