ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4782

Titill

Kynleg kreppa – Jafnréttismál á umbrotatímum. Tækifæri til framfara eða líkur á bakslagi?

Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig kreppan hefur mismunandi áhrif á
kynin. Kynjakerfið er lífseigt form yfirráða karla bæði á hinu opinbera‐ og á
einkasviði. Teikn eru á lofti um framfarir á opinbera sviðinu en hætta er á
bakslagi í jafnréttismálum á einkasviðinu. Valþröng eykst í kreppum og
fjölskyldan er skilyrt af ytri aðstæðum í samfélaginu. Af efnahagslegum og
menningarlegum ástæðum er hætta á að konur hörfi að einhverju marki inn á
heimilin. Þannig dregur úr möguleikum þeirra á áhrifum til að móta
samfélagið. Á umbrotatímum eru valkostir í endurmótun og sporna þarf við
bakslagi. Mikilvægt er að val sem helgast af félagslegum og efnahagslegum
ástæðum verði ekki túlkað sem frjálst val kvenna. Til að svo megi verða þurfa
konur raunveruleg völd á hinu opinbera sviði. Í ritgerðinni skoða ég hvernig
menningarlegur grunnur setur upp ytri hindranir og skapar sjálfsmynd fólks.
Jafnrétti kynjanna er einnig efnahagsmál, það eykur fjölbreytni og dregur úr
dýpt og lengd kreppu. Ekki nægir að fjölga konum í stjornar‐ og áhrifastöðum
ef forræði orðræðunnar verður áfram á karllægum forsendum. Þátttaka
kvenna til áhrifa á hinu opinbera sviði snýst þannig um að breyta orðræðunni
til að skapa rými fyrir raunverulegt valfrelsi. Formleg úrræði til að sporna við
bakslagi í jafnréttismálum eru til staðar í íslensku samfélagi. Hinsvegar mega
þau sín lítils ef ekki kemur til uppgjör við pólitíska hugmyndafræði, gildismat
og ríkjandi menningu. Í því uppgjöri skiptir sköpum að Íslendingar láti af
þeirri ímynd að hér ríki fullt jafnrétti milli kynjanna og takist á við
raunverulegt ástand. / This essay discusses how the current crisis has different repercussions for
men and women. The gender system is a persistent form male dominance
both in the public and private spheres. There are currently signs of
improvement in the public sphere but there is a real risk of reaction
regarding equality in the private sphere. Individual choice is markedly more
forced during crises and the family is conditioned by general societal
conditions. There are economic and cultural factors that signal an impending
return of women to the home, thereby limiting their potential in forming
policy and wielding power. In turbulent times we face choices while
reforming society and reaction must be resisted. It is important that choices
conditioned socially and culturally not be interpreted as an expression of
women's free will and true preferences. This can only be achieved through
women having real power in the public sphere. In the thesis I review how
cultural foundations create barriers and people's self image. Gender equality
is also an economic issue; it increases variety and limits the depth and
duration of economic crises. Increasing the number of women in positions of
authority is not enough if the dominant discourse remains on masculine
terms. Women's participation in the public sphere thus creates a space for
changing the dominant discourse to enable real freedom of choice. Formal
incentives to hinder reaction are present in Icelandic society. However, they
are weak if not backed up by truly confronting political ideology, values and
prevalent culture. Such a confrontation is only possible if Icelanders let go of
the image that gender equality has been achieved and face reality head on.

Samþykkt
28.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Kynleg_kreppa.pdf607KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna