is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4784

Titill: 
  • Distance and orientation measurements on nucleic acids using PELDOR and non-covalent spin-labeling
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjöldi líffræðilegra ferla byggja á sambandi milli kjarnsýra og próteina. Ákvörðun á fjarlægð og innbyrðis afstöðu milli kjarnsýruþátta er þess vegna mikilvægt fyrir aukna þekkingu og skilning á virkni og hreyfingu slíkra sambanda. Með staðbundinni spunamerkingu á DNA og púlsaðri EPR spektróskópíu má ákvarða fjarlægðir og afstöðu milli kjarnsýruþátta. Hingað til hefur staðbundin spunamerking kjarnsýra verið fólgin í því að tengja spunamerki við kjarnsýrufjölliður með efnasmíðum. Með notkun á stjarfa spunamerkinu ç, sem bindst við gúanósín gagnstætt abasískri stöðu í tvíþátta DNA (e. dsDNA) með ósamgildum tengjum, er staðbundin spunamerking dsDNA orðin mun einfaldari í framkvæmd. Með notkun PELDOR (pulsed electron double resonance) á 9,7 GHz örbylgjutíðni voru fjarlægðir og afstaða milli tveggja ç spunamerkja, tengdum ósamgildum tengjum við abasískar stöður, á tvíþátta DNA ákvarðaðar. Ásamt því að mæla fjarlægðir lengri enn 7 nm milli tveggja spunamerkja á DNA, var sýnt fram á hentugleika ç sem spunamerki fyrir staðbundna spunamerkingu á kjarnsýru–prótein sameindum með því að mæla bognun DNA af völdum LacI próteinsins (e. Lac repressor).

Samþykkt: 
  • 28.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSthesis_fixed.pdf24.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna