is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4791

Titill: 
  • Nýsköpun í opinberum rekstri. „Breytum skattfé í skilvirka þjónustu“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu (MPA) er fjallað um nýsköpun í opinberum rekstri og eru sérstaklega greindar fjórar nýsköpunarhugmyndir sem urðu til hjá Hafnarfjarðarbæ. Út frá aðferðafræði nýsköpunar, stjórnunar og stjórnsýslu er fjallað um nýsköpunarhugmyndir allt frá uppsprettu hugmyndar og þangað til hugmynd er orðin að veruleika. Leitast er við að svara eftirfarandi fjórum grundvallarspurningum:
    Hvaðan spretta nýsköpunarhugmyndir?
    Hver á frumkvæði að nýsköpun?
    Hvernig verða nýsköpunarhugmyndir að verkefni?
    Hvers vegna verða nýsköpunarhugmyndir að veruleika?
    Með nýsköpun í opinberum rekstri er yfirleitt átt við þær breytingar sem eiga sér stað í kjölfar nýrra vinnuaðferða, starfshátta, rekstrar eða skipulags. Hafnfirsku nýsköpunarhugmyndirnar eru sprottnar úr ólíkum áttum. Að baki hugmyndunum liggja margvíslegir hvatar og hindranir sem með ólíkum hætti hafði áhrif á innleiðingu og útbreiðslu hugmyndanna.
    Megin niðurstöður eru þær að nýsköpunarhugmyndirnar fjórar verða til vegna raunverulegra þarfa starfseminnar. Hugmyndirnar verða ýmist til í grasrótinni eða í efra lagi stjórnsýslunnar. Fyrir hendi var sterk frumkvöðlahugsun bæði hjá framvörðum starfseminnar (front line staff) sem og efsta lagi stjórnsýslunnar.
    Reynt var að yfirstíga hindranir og vinna lausnarmiðað stundum í anda stefnumiðaðrar stjórnunar. Hafa nýsköpunarhugmyndirnar leitt til aukinnar skilvirkni í opinberum rekstri, faglegri og betri þjónustu fyrir íbúana. Fullyrða má að með þessum nýsköpunarhugmyndum í Hafnarfjarðarbæ tókst að breyta skattfé í skilvirka þjónustu.
    Karl Rúnar Þórsson

Samþykkt: 
  • 28.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4791


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Microsoft Word - MPA Verkefni KRÞjun2010.pdf638.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna