ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4796

Titill

Eigindleg rannsókn á viðhorfum til hvalveiða: Hvað veldur og hvað verður?

Útdráttur

Hvalveiðar eru, og hafa verið, umdeildar á alþjóðavettvangi um árabil. Hvalveiðistefna íslenskra stjórnvalda hefur skorið sig nokkuð frá alþjóðlegum viðmiðum og er fyrir vikið nokkuð umdeild. Viðfangsefni þessarar rannsóknar eru hvalveiðar í íslensku samfélagi. Rannsóknarspurningar sem leitað er svara við snúa að mótun viðhorfa til hvalveiða, og hvað skýrir þau jákvæðu viðhorf sem mælst hafa til hvalveiða í íslensku samfélagi. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt þar sem nemendur Háskóla Íslands ræddu um hvalveiðar í rýnihópum. Rannsóknin fór fram í febrúar 2010 og í heild tóku 29 nemendur þátt í alls fimm rýnihópum. Tilgangur þessarar rannsóknar var ekki að alhæfa skoðanir úrtaks yfir á þýði allra Íslendinga heldur að fá innsýn og öðlast skilning á mótun viðhorfa til hvalveiða. Viðhorf til hvalveiða hafa hingað til einvörðungu verið könnuð með stökum spurningum í skoðanakönnunum og rannsóknin því mikilvæg viðbót við þekkingu á viðhorfum til hvalveiða í íslensku samfélagi. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þrátt fyrir að hvalveiðar séu málefni sem nemendur Háskóla Íslands láta sig lítið varða dagsdaglega eru viðhorf þeirra jákvæð í garð hvalveiða. Viðhorfin eru hins vegar nokkuð veik en þau byggja einkum á ytri einkennum, svo sem orðræðu um hvalveiðar í samfélaginu og lítilli þekkingarfræðilegri fyrirhöfn. Þátttakendur virtust því byggja viðhorf sín á nokkuð gagnrýnislausri endurómun á sjónarmiðum stjórnvalda. Líkur eru jafnframt leiddar að því að viðhorfin geti tekið breytingum á komandi árum, en það veltur þó á framhaldi veiðanna og viðbrögðum við þeim

Samþykkt
28.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
vidhorf_til_hvalveida.pdf6,04MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna