ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4799

Titill

Leikhús Þjóðarinnar. Alþingi á bak við tjöldin

Útdráttur

Leiklist og leikhús geta verið spegill sem haldið er upp að samfélaginu og fær það til að horfast í augu við sjálft sig. Leikritahöfundur skrifar handrit sem fjallar um einstaklinga í ákveðnum félagslegum aðstæðum. Þar er tekið mið af raunverulegu lífi og hegðun, höfundur skrifar um það sem hann þekkir og skilur. Mannfræði og leiklist líta á mannlífið með mismunandi augum og setja fram skoðanir sínar á ólíku formi. En sameiginlegt eiga þær að fjalla á margvíslegan hátt um það sem gerir okkur mannleg, spyrja ýmissa spurninga um samfélag okkar og reyna að koma upp með hugsanleg svör.
Í þessari ritgerð verður Alþingi skoðað í ljósi sviðslistafræði og leikhúsþekkingu. Byggt er meðal annars á skrifum Richard Schechners og Erving Goffmans sem og vettvangsathugunum höfundar á tímabilinu 4.-23. mars 2010. Kenningar Schechners og Goffmans eiga það sameiginlegt að líta á líf einstaklingsins og athafnir hans sem sviðslist. Hér lýsi ég atburðum á Alþingi, byggingu þess og þingmönnum út frá hugtökum og kenningum sem eiga sér rætur í leikhúsinu. Tilgangur minn er að opna augu lesenda fyrir þeim möguleika að líta á hið hversdagslega líf sem sviðslist og sýna fram á þær upplýsingar sem fást frá því sjónarhorni.

Samþykkt
29.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA.verkefniX[1].pdf491KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna