is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4800

Titill: 
  • Stöðluð skráning. Einkenni og kvartanir barnshafandi kvenna kóðuð með International Classification of Primary Care 2-R
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ljósmæður starfandi í meðgönguvernd á Íslandi tvískrá samskipti sín við barnshafandi konur. Þeim ber að skrá í meðgönguskrá sem er samræmd og á pappír. Jafnframt skrá þær í heilbrigðisupplýsingakerfi sem eru mjög takmörkuð hvað varðar meðgönguvernd. Kóðakefi sem eru í notkun í barneignaferlinu ná ekki að endurspegla ástand og þarfir konu á meðgöngu og þá þjónustu sem ljósmæður veita henni í meðgönguvernd. Lögð er áhersla á að fylgjast með og endurmeta líðan konu við hver samskipti í meðgönguvernd svo hægt sé að bregðast við með viðeigandi ráðstöfunum.
    Markmið rannsóknarinnar var að greina líkamleg, sálræn og félagsleg einkenni og kvartanir barnshafandi kvenna og kanna hvort flokkunarkerfið International Classification of Primary Care henti til staðlaðrar skráningar á þeim.
    Til að mynda orðasafn um líðan kvenna á meðgöngu, var efnisgreindur texti úr klínískum leiðbeiningum um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu og reynsla ljósmóður úr meðgönguvernd. Orðasafninu var varpað yfir í kóðað flokkunarkerfi International Classification of Primary Care (ICPC-2-R).
    Orðasafnið um líðan kvenna á meðgöngu felur í sér 143 orð/hugtök sem skiptust í fjóra flokka: Líkamleg, sálræn og félagsleg einkenni og kvartanir á meðgöngu ásamt bakgrunni konu og sögu.
    Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis svo vitað sé og er mikilvægur þáttur í þróun á staðlaðri skráningu ljósmæðra í meðgönguvernd. Til að ICPC-2-R geti nýst fullkomlega til skráningar á orðasafni um líðan kvenna á meðgöngu er æskilegt að þróaðir verði kóðar til skráningar á þeim einkennum og kvörtunum barnshafandi kvenna sem flokkunarkerfið náði ekki. Jafnframt er mikilvægt að staðla og kóða bakgrunn og sögu konu sem eru áhrifaþættir í samskiptum í meðgönguvernd.

Samþykkt: 
  • 29.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4800


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stöðluð skráning_ Einkenni og kvartanir barnshafandi kvenna kóðuð með International Classification of Primary Care-2-R.pdf536.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna