ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4802

Titill

Siðræn tíska í ljósi hnattvæðingar

Útdráttur

Fjallað verður um sögu íslensks fataiðnaðar og hvernig hann
hefur þróast síðustu öldina. Farið verður inn á hvernig fataiðnaðurinn um allan
heim hefur breyst í ljósi í hnattvæðingar en iðnaðurinn hefur færst að miklu leyti
yfir til vanþróaðri ríkja þar sem verkafólk þarf oft á tíðum að líða ómannúðlegar
aðstæður og kjör. Stuðst verður við kenningar fræðimanna um hnattvæðingu,
samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og neysluhyggju og skoðað til hliðsjónar hvernig
neyslumynstrið hefur breyst. Í framhaldi verður fjallað um siðræna neyslu
Íslendinga, siðræna tísku og samtök sem vekja athygli á slæmum aðstæðum
verkafólks í vanþróaðri ríkjum og fletta ofan af slæmum viðskiptaháttum
fyrirtækja.
Rannsókn ritgerðarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi verður skoðað hver
umfjöllun helstu dagblaða voru um þessi málefni frá árunum 2008 til 2010 og í
öðru lagi tekin viðtöl við íslenska fatahönnuði um framleiðsluferlið og siðræna
tísku. Niðurstöður ritgerðarinnar staðfesta að hér á landi er skortur á umfjöllun á
siðrænum málefnum er kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og
sanngjörnum viðskiptaháttum og Íslendingar virðast lítið vera að velta fyrir sér
siðrænni tísku.

Samþykkt
29.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Endanleg ritgerð m... .pdf621KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna