is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4805

Titill: 
  • Aðlögun langveikra ungmenna að breyttu spítalaumhverfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar langveik börn með áframhaldandi þörf fyrir sjúkrahús ná fullorðinsaldri þurfa þau að skipta frá barnamiðuðu spítalaumhverfi yfir á fullorðinsdeildir sjúkrahúsanna. Erlendar rannsóknir benda til að þessi umskipti þarfnist undirbúnings og aðlögunar enda sé um mikil tímamót að ræða sem hafa víðtæk áhrif fyrir ungmennið sem um ræðir. Í verkefni þessu er aðlögun (e. transition) skilgreind og lagt mat á þörf hennar. Jafnframt er fjallað um þjónustu og viðhorf á barna og fullorðinsdeildum. Þá eru langveik börn skilgreind og fjallað um stöðu þeirra og heilsu. Möguleg aðkoma félagsráðgjafans að aðlögunarferlinu er skoðuð og jafnframt fjallað um félagsráðgjöf á sjúkrahúsum.
    Til að skoða ofangreinda þætti er notast við eftirfarandi rannsóknarspurningar. Hvað er aðlögun? Er aðlögunar þörf þegar kemur að skiptum milli deilda á sjúkrahúsum og af hverju? Er munur á fullorðinsdeildum og barnadeildum og ef svo er hver er hann þá? Þá er spurt hvert mögulegt hlutverk félagsráðgjafans geti verið þegar kemur að deildarskiptum?
    Ritgerð þessi er heimildaritgerð. Byggjast heimildir hennar einkum á rituðum heimildum, einnig eru frumgögn svo sem lög meðal heimilda. Þar sem mjög takmarkaðar upplýsingar voru fyrir hendi í íslenskum rituðum heimildum voru tekin upplýsingaviðtöl við fagfólk með mikla reynslu af vinnu með langveikum börnum.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er að aðlögunar sé þörf enda sé hún mikilvæg til að fyrirbyggja heilsufarslegan vanda og bæta lífsgæði. Þjónustubreytingin milli deildanna er mikil og kröfur á sjúklinga misjafnar. Félagsráðgjöf er starfsgrein sem virðist ekki hafa mikið unnið að aðlögun ungmenna á vefrænum deildum. Þrátt fyrir það eiga aðferðir, hugmyndir og þekking félagsráðgjafarinnar vel við. Má þar nefna valdeflingu, notendasamráð, tengslamiðlunarhæfni og kerfisþekkingu.

Samþykkt: 
  • 29.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðlögun langveikra ungmenna að breyttu spítalaumhverfi.pdf311.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna