ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4818

Titill

Kostnaðarbókhald

Útdráttur

Farið verður í aðalhlutverk kostnaðarbókhalds og meginmarkmið sem fyrirtæki stefna að með upptöku þess. Kostnaðarbókhald innan fyrirtækja er nauðsynlegt svo stjórnendur fyrirtækja hafi tök á því að fylgjast náið með kostnaðarþróun allra vörutegunda sem framleiddar eru innan fyrirtækisins. Kostnaðarbókhald er skipuleg aðferð til að staðsetja hvar í fyrirtækinu kostnaður myndast, hvernig hann skiptist á milli deilda og afurða ásamt því sem mögulegt er að fylgjast með því hvenær hann skilar sér til baka sem tekjur fyrirtækis. Góð þekking á helstu tegundum kostnaðar ásamt þekkingu á því hvernig kostnaðurinn hegðar sér getur ráðið úrslitum um rekstur og afkomu fyrirtækja.
Mistúlkun kostnaðarupplýsinga getur valdið því að kostnaður framleiðsluvara sé of- eða vanmetinn. Afleiðing þess er að afurðir eru annaðhvort látnar bera aukalegan kostnað, sem tilheyrir í raun öðrum afurðum eða að framleiðsluvörur eru látnar bera minni kostnað en ætti raunverulega að tilheyra þeim. Rangar kostnaðarupplýsingar geta haft mjög slæm áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda. Misvísandi upplýsingar geta valdið því að stjórnendur telji vöru, sem er í framleiðslu innan fyrirtækis, skila hagnaði en skilar í raun tapi.
Einnig verður farið í samanburð á hefðbundinni aðferð og verkþáttabókhaldi, þá þætti sem aðferðirnar eiga sameiginlega ásamt aðalatriðum sem skilja aðferðirnar að.

Samþykkt
29.4.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sigurbjörg Kristjá... .pdf262KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna