is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4821

Titill: 
  • Upplýsingamiðlun í Afríku á 21. öldinni. Hnattræn fjölmiðlun og leiðin að fólkinu
Titill: 
  • Information medium in Africa’s 21st century: Global media and the path to the people
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Leitast verður við í þessari ritgerð að gera grein fyrir helstu kenningum hnattvæðingarinnar með dreifingu hennar í huga. Fræðimenn segja áhrifa hnattvæðingarinnar gæta víðar enda berst hún hratt með hjálp fjölmiðla. Fjölmiðlar eru mikilvægir áhrifavaldar í þjóðmálum líðandi stundar. Hnattræn áhrif þeirra eru þó umdeild enda snerta þeir á sjálfsmynd og áhugasviði ólíkra samfélagshópa í hverju landi. Flæði fjölmiðlanna er ójafnt ferli líkt og flæði hnattvæðingarinnar. Afríka er oft nefnd sem dæmi um slíkan ójöfnuð enda nefnt jaðarsvæði hnattvæðingarinnar fremur en hluti af henni.
    Fjölmiðlaflæði sunnanverðrar Afríku er meginviðfangsefni þessa verkefnis. Með umfjöllun studdri kenningum og tölfræði er sýnt fram á að fjölmiðlar ná aðeins til minnihluta afrískra neytanda og áhrif þeirra því takmörkuð. Farið verður yfir fjölmiðlaumhverfi sunnanverðrar Afríku með áherslu á fjölmiðlafrelsi, þar sem vísað er í umfjöllun samtaka og fjölmiðlana sjálfa. Víða er pottur brotinn í fjölmiðlafrelsi Afríku þrátt fyrir úrbætur eins og Windhoek yfirlýsinguna og baráttu samtaka innan álfunnar fyrir frelsi fjölmiðlanna. Það á sinn þátt í því að fjölmiðlar ná ekki til fólks. Fátækt spilar einnig stórt hlutverk í sunnanverðri Afríku sem hindrun íbúa að fjölmiðlum. Sömuleiðis má nefna fjölda tungumála, litla rafvæðingu og ólæsi sem þætti sem hindra aðgengi fólks að upplýsingu og fjölmiðlum.
    Ekki er þó öll nótt úti fyrir íbúa landa sunnanverðrar Afríku. Með aukinni tækni, farsímalausnum og frelsi internetsins leynist ljós í myrkrinu sem gæti lýst veginn, aukið frelsi, bætt aðgengi og íbúar þá notið þeirrar miðlunar sem á sér stað í hinum hnattræna heimi nútímans.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðinni fylgir DVD diskur með verklegum hluta lokaverkefnisins.
Samþykkt: 
  • 29.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FINAL.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna