ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/484

Titill

Bónuskerfi Útgerðarfélags Akureyringa : greining á núverandi kerfum, endurbæting á þeim eða tillögur að nýjum kerfum

Leiðbeinandi
Útdráttur

Bónuskerfi eru mikið notuð í fiskvinnslum um allt land. Ekki
er til neitt eitt kerfi sem að er algilt, sum frystihúsin eru með sín
eigin kerfi á meðan að önnur eru með kerfi sem að eru búin til af
samtökum atvinnurekenda og eða verkalýðsfélögum. Hvernig sem
þau eru búin til eru þau eru góð leið til þess að búa til hvata sem að
gerir í raun báðum gott, starfsfólkinu og fyrirtækinu. Kerfið sem
notað er á ÚA er tvöfalt, annars vegar snyrtilínubónus og hins
vegar hópbónus. Þau eru þannig uppbyggð að fyrrnefnda kerfið fer
eftir því hversu duglegur starfsmaður er sem vinnur við snyrtingu en
seinna kerfið fer eftir því hversu miklu er pakkað í hverri viku.
Þessi kerfi og þá sérstaklega það síðarnefnda flókið og virðist fólk
ekki skilja hvernig það virkar. Hægt er að koma fram með ný kerfi
sem að gera þetta mun skiljanlegra og meðfærilegra í notkun. Ein
hugmynd sem að er mjög góð er að fækka þeim flokkum sem
borgað er eftir. Nú eru þetta fleiri tugir flokka sem borgað er eftir
að ef að fækkað er niður í 3 flokka verður þetta mun hentugra. Þá er
bara fundin út ein krónutala á hvern flokk, afurðatengdur bónus.
Önnur hugmynd sem skoða má er að tengja bónusinn við hráefnið,
hráefnistengdur bónus. Þá eru bara settar fram krónutölur á hvern
stærðarflokk og greitt eftir því hversu mikið af hverjum
stærðarflokki er unnið hverja viku. Síðasta hugmyndin sem kom
fram í sambandi við hópbónusinn var að tengja bónusinn við
framleiðsluverðmæti ,framleiðsluverðmætis bónus. Þá er það bara
ein ákveðin prósenta sem borguð er af
heildarframleiðsluverðmætinu fyrir vikuna. Sú breyting sem gerð er
ásnyrtibónusnum er að tengja forsendurnar við nýtingu og gæði þar
sem að þá er verið að fá sem mest úr takmarkaðri auðlind. Einnig er
þá meiri áhersla á gæði en ekki bara hraða. Allar þessar hugmyndir
er góðar og vel til þess fallnar til að skoða vel með það að markmiði
að innleiða þær.

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
bonuskerfi.pdf594KBOpinn Bónuskerfi Útgerðarfélags Akureyringa - heild PDF Skoða/Opna