ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/487

Titill

Skóli án aðgreiningar : stefna stjórnvalda, hugmyndafræði og dæmi um framkvæmd

Útdráttur

Tilgangur þessarar ritgerðar var að svara spurningunum: Hvað felst í skóla án aðgreiningar og á hvaða þætti foreldrar, kennarar og skólastjórnendur leggja áherslu. Til þess að svara þessum spurningum var athugað hvað almennt er talið einkenna slíkan skóla og gerð rannsókn í skóla sem gefur sig út fyrir að vera skóli án aðgreiningar. Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er stefna stjórnvalda, hvað varðar skóla án aðgreiningar kynnt og gerð grein fyrir hugmyndafræðinni sem einkennir slíkt skólastarf. Seinni hlutinn byggist á rannsókn sem gerð var í skóla sem vinnur eftir áherslum um einstaklingsmiðað nám og skóla án aðgreiningar. Í þessarri rannsókn var athugað hvernig námi tveggja nemenda með fötlun, sem hófu nám við fyrsta bekk skólans síðastliðið haust, er háttað. Í rannsókninni var notast við eigindlega rannsóknaraðferð og farið var tvisvar í vettvangsathugun og tekin viðtöl við umsjónarkennara, þroskaþjálfa, skólastjóra og foreldra nemendanna tveggja.
Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er sú að jákvæðni og gott viðhorf skipta miklu er kemur að þátttöku fatlaðra nemenda í almennum skóla. Mikilvægt er að kennsluaðferðir sem viðhafðar eru stuðli að því að fatlaðir nemendur séu með inn í nemendahópnum og upplifi sig sem hluta af hóp, einnig er mikilvægt að huga að hvernig stuðningur við fatlaða nemendur birtist. Kennarar, foreldrar og skólastjórnandi voru í þessarri rannsókn nokkuð sammála um að félagsleg þátttaka nemenda með fötlun í skólastarfi og að geta bjargað sér í daglegu lífi skipti mestu í námi fatlaðra barna.

Samþykkt
22.8.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heildarskjal.pdf325KBOpinn Heildarskjal PDF Skoða/Opna