ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4871

Titill

Ákvörðun refsingar í líkamsárásarmálum skv. 1. mgr. 217. gr. alm. hgl. Úttekt á dómum Hæstaréttar 2005 – 2009

Útdráttur

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er ítarleg umfjöllun um ákvæði 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og ákvörðun refsingar í Hæstarétti í sakfellingarmálum gegn því. Ákvæðið hefur verið í íslenskum refsilögum í aldaraðir. Það hefur tekið þó nokkrum breytingum, einkum með hegningarlögunum frá 1869 og 1940 og er nú einfaldara í sniðum og orðalag þess almennara. Íslensk líkamsmeiðingarákvæði eiga rætur sínar að rekja til refsiréttar Norðurlandanna og er því nauðsynlegt að rýna í löggjöf þeirra til samanburðar. Við skýringu á sambærilegum dönskum, norskum og sænskum ákvæðum var litið til skrifa fræðimannanna Vagn Greve, Knud Waaben, Johs. Andenæs, Anders Bratholm, Svein Slettan, Toril Marie Øie og Nils Jareborg. Að lokinni yfirferð um norræna réttinn er hið íslenska refsiákvæði 1. mgr. 217. gr. alm. hgl. brotið til mergjar. Þar að auki er fjallað um skil líkamsmeiðingarákvæðanna þriggja: 1. mgr. 217. gr., 1. mgr. 218. gr. og 2. mgr. 218. gr. alm. hgl. Nauðsynlegt þótti að gera bæði hlutrænum refsileysisástæðum og huglægu skilyrðum refsiábyrgðar ákveðin skil en þau hafa áhrif við ákvörðun refsingar.
Kjarni ritgerðarinnar er umfjöllun um þá 23 dóma sem féllu í Hæstarétti frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2009 þar sem sakfellt var meðal annars fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. alm. hgl. Einkum er rýnt í ákvörðun refsingar og þau atriði sem komu til skoðunar við refsimat dómara. Til að hafa samanburðinn sem skýrastan var valin sú leið að flokka dómana í nokkra flokka eftir fjölda og eðli brota sem sakfellt var fyrir. Að lokinni umfjöllun um dómana eru ályktanir höfundar dregnar saman og niðurstöður kynntar.

Samþykkt
3.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ákvörðun refsingar... . 1. mgr. 217. gr. alm. hgl..pdf604KBLokaður Heildartexti PDF