is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4882

Titill: 
  • Þróun á HPLC-MS/MS aðferð til magngreiningar á sterum með hönnun tilrauna
  • Titill er á ensku Development of a HPLC-MS/MS method for quantification of steroids with experimental design
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sterar gegna mikilvægu hlutverki í stjórnun á líkamsstarfsemi. Mikilvægt er að geta greint raskanir í þeirri stjórnun með nákvæmum og áreiðanlegum mæliaðferðum. Ónæmismælingar eru þær aðferðir sem eru hvað algengastar við mælingar á sterum. Greint hefur verið frá því að ónæmismælingar eru óáreiðanlegar og ósértækar þegar mælingar eru gerðar á sterum við lágan styrk. Markmið þessa rannsóknarverkefnis var að þróa mæliaðferð með næginlega næmni við mælingar á lágum styrk af testósteróni og estradíóli, þar sem bæði efni væru mæld í sömu HPLC-MS/MS keyrslunni án afleiðumyndunar.
    Hönnun tilrauna var beitt við þróun aðferðar á HPLC-MS/MS tæki með rafúðunarjónun (e. electrospray ionization). Notuð var D-optimal hönnun til að skima fyrir breytum með áhrif á næmni fyrir estradíóli og testósteróni. Breytur voru svo endurskilgreindar út frá niðurstöðum hennar. CCD-hönnun var þá notuð til að hámarka næmni fyrir estradíóli og testósteróni út frá endurskilgreindum breytum og endurtakanleiki þeirrar aðferðar metinn.
    Skimun gaf til kynna að kvaðratískt kerfi lægi að baki áhrifum breyta. Ekki greindust marktæk áhrif annara breyta en spennu á cone á næmi fyrir testósteróni. Áhrif spennu á cone voru mjög yfirgnæfandi og virðast hafa getað skekkt niðurstöður skimunarinnar. Val lífræns fasa, flæði og stigull höfðu öll marktæk áhrif á næmni fyrir estradíóli. Capillary, hitastig á súlu og spenna á extractor höfðu einnig marktæk áhrif, en þeim tveim síðasttöldu var haldið í háu gildi við CCD-hönnun vegna augljóss ávinnings til tímasparnaðar og fjölda mælinga.
    Ekki tókst að sýna fram á að hámarki hafi verið náð með CCD-hönnuninni þó líkanið bendi til að varla verði komist lengra með aðferðina hvað varðar næmni fyrir mælingar á estradíól. Jákvæð áhrif breyta á næmni fyrir testósteróni leiddu ávallt til aukins rástíma, fyrir utan capillary sem hafði ekki marktæk áhrif á rástíma.
    Endurtakanleiki aðferða sem fengust úr CCD-hönnuninni reyndist vera góður fyrir bæði testósterón og estradíól, það er R.S.D 3 % fyrir testósterón og 8 % fyrir estradíól.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa_30apríl2010.pdf4.39 MBLokaðurHeildartextiPDF