is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4887

Titill: 
  • Lesblinda. Skilgreiningar, einkenni og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginefni þessarar heimildaritgerðar er lesblinda og þeir þættir sem að henni snúa. Aðallega er leitast við að svara fjórum spurningum um efnið. Í fyrsta lagi hver helstu einkenni lesblindu eru og hvaða kenningar liggja fyrir um orsök hennar. Í öðru lagi hvers vegna mikilvægt er að skima fyrir og greina lesblindu snemma. Í þriðja lagi er fjallað um hlutverk foreldra og kennara og leitast er við að varpa ljósi á hvaða úrræði eru í boði fyrir lesblinda innan skólakerfisins. Í fjórða lagi er leitað svara um hvert hlutverk skólafélagsráðgjafa er og hvaða starfi hann gegnir gagnvart lesblindum nemendum. Til að svara þessum spurningum viðaði ég að mér skriflegum heimildum sem fræðimenn á sviði lesblindu hafa skrifað ásamt ýmsum öðrum heimildum sem tengjast lesblindu með einum eða öðrum hætti. Þrátt fyrir miklar rannsóknir er enn ekki fyllilega vitað hvað orsakar lesblindu en vitað er að hún er taugafræðilegur veikleiki af málrænum toga. Einkenni lesblindu eru mismunandi eftir aldursskeiðum en algengustu einkenni á skólaaldri eru erfiðleikar með lestur og skrift og ýmis sálræn vandamál. Það er mikilvægt að foreldrar, kennarar, skólafélagsráðgjafar og aðrir þeir sem koma að stuðningi við barnið séu vel upplýstir um einkenni lesblindu og þau úrræði sem í boði eru. Hlutverk skólafélagsráðgjafa er að vinna með tengsl á milli skóla, fjölskyldu og samfélags. Niðurstaðan er að starfandi skólafélagsráðgjafi gæti stutt vel við nemendur með þá algengu röskun sem lesblindan er og því full ástæða til að hafa þessa stöðu innan skóla landsins.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lesblinda - skilgreiningar, einkenni og urraedi.pdf807.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
forsíða.pdf80.5 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna