is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4917

Titill: 
  • Hópastarf með foreldrum barna með röskun á einhverfurófi. Öll á sama báti?
Titill: 
  • Group work with parents of children with autism spectrum disorder (ASD)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér verða kynntar niðurstöður rannsóknar á hópastarfi fyrir foreldra barna með röskun á einhverfurófi. Hópastarfið fór fram á árunum 2003-2007 og alls tóku 75 manns (40 konur og 35 karlar) þátt í 11 mismunandi hópum, sem hver hittist sex sinnum undir leiðsögn sálfræðings. Rannsóknin, sem var bæði eigindleg og megindleg, fólst í að afla upplýsinga um hvernig foreldrunum fannst hópastarfið nýtast og hvað hefði betur mátt fara. Tekin voru viðtöl við sex foreldra sem tóku þátt í hópastarfinu og leiðbeinanda hópanna. Spurningalisti var jafnframt sendur til þeirra sem tóku þátt í hópastarfinu og bárust svör frá um 73% þeirra.
    Niðurstöðum beggja hluta rannsóknarinnar bar að miklu leyti saman. Foreldrunum fannst hópastarfið gagnlegt, sérstaklega sem liður í sorgarúrvinnslu og tækifæri til að hitta aðra foreldra í sömu stöðu og deila með þeim reynslu sinni og tilfinningum. Einnig komu fram þau viðhorf að hópastarfið hefði skapað feðrum mikilvægt tækifæri til að hitta aðra feður og deila reynslu sinni með þeim. Mörgum þótti mikilvægt að umræðurnar leiddi fagmaður með góða þekkingu á aðstæðum foreldranna. Takmarkanir hópastarfsins komu einna helst fram í því að hluta foreldranna fannst ekki myndast nægileg tengsl innan hópanna og oftast var það vegna þess að hóparnir voru ekki einsleitir.
    Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á hópastarfi með foreldrum barna með röskun á einhverfurófi. Rannsóknin veitir því mikilvæga innsýn í reynslu þátttakenda af hópastarfinu og hvort og hvernig megi nýta hópastarf sem þjónustu- og stuðningsúrræði fyrir þennan hóp foreldra. Rannsóknin er ennfremur innlegg í öflun þekkingar á aðstæðum fjölskyldna barna með röskun á einhverfurófi og þarfir þeirra.

Styrktaraðili: 
  • Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness, Styrktarsjóður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson
Samþykkt: 
  • 4.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerð.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna