is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4957

Titill: 
  • Breytingar á störfum ríkisstarfsmanna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er á sviði opinbers starfsmannaréttar og fjallar um hvaða heimildir yfirmenn hjá ríkinu hafa til að gera breytingar á störfum ríkisstarfsmanna, hversu langt þær ná, hvaða takmörkunum þær sæta og hvaða afleiðingar slíkar ákvarðanir hafa. Áhersla var lögð á að afmarka umfjöllun við breytingar sem eru gerðar á meðan starfsmenn gegna störfum sínum og réttarstöðu þeirra við slíkar aðstæður en ekki starfslok ríkisstarfsmanna. Hin óskráða meginregla vinnuréttar um stjórnunarrétt vinnuveitanda liggur til grundvallar heimildum yfirmanna hjá ríkinu til að gera breytingar á störfum ríkisstarfsmanna þótt hún endurspeglist einnig í heimildum þeirra í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Af þeirri ástæðu var lagt upp með að skoða hvernig heimildir vinnuveitenda á almennum vinnumarkaði birtast í dómaframkvæmd hér á landi og lögfræðilegri umfjöllun. Sú umfjöllun var lögð til grundvallar þegar heimildir yfirmanna hjá ríkinu voru skoðaðar út frá sambærilegum atriðum, t.a.m. hversu langt megi ganga í að breyta launakjörum eða öðrum sambærilegum réttindum, vinnutíma, starfsstöð og verkefnum starfsmanna. Kjarni umfjöllunarinnar lýtur að breytingum sem gerðar eru á grundvelli 19. gr. laga nr. 70/1996 sem teljast ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar en ekki stjórnvaldsákvarðanir. Auk samanburðar við vinnurétt var danskur réttur skoðaður til að reyna að varpa skýrara ljósi á íslenskan rétt. Ákvarðanir á grundvelli 19. gr. laga nr. 70/1996 er ekki í öllum tilvikum auðvelt að greina frá ákvörðunum sem teljast fela í sér að embættismenn eru fluttir til í starfi, sbr. 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar og 36. gr. laga nr. 70/1996, eða ákvörðunum sem teljast fela í sér að störf hafi verið lögð niður, sbr. 34. gr. laga nr. 70/1996 og 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í sömu lögum. Af þeim sökum var reynt að varpa ljósi á hvar mörk framangreindra ákvarðana liggja. Í framhaldinu var vikið að áhrifum efnisreglna stjórnsýsluréttar á ákvarðanir sem breyta störfum ríkisstarfsmanna, t.a.m. réttmætisreglunni og meðalhófsreglunni. Einnig var vikið að þeim þáttum sem skipta hvað mestu máli í málsmeðferð þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Þar má nefna að mikilvægt er að ljóst sé hvaða ákvarðanir sem beinast að ríkisstarfsmönnum teljast stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Að lokum var lauslega vikið að því hvaða afleiðingar það hefur ef annmarkar eru á framangreindum ákvörðunum stjórnvalda.

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti.pdf1.6 MBLokaðurHeildartextiPDF