ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4960

Titill

Um skaðlega undirverðlagningu

Útdráttur

Eitt af verkefnum samkeppnisréttarins er að koma í veg fyrir að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu geti misnotað aðstöðu sína og komið í veg fyrir að neytendur fái notið kosta samkeppnismarkaða. Í þessari ritgerð er fjallað um eitt afbrigði misnotkunar á markaðsráðandi stöðu – skaðlega undirverðlagningu. En hún er brot skv. 11.gr. núgildandi samkeppnislaga.
Ákvæði lagagreinarinnar sækja fyrirmynd sína til samkeppnisréttar EES og EB. Því er litið til innlendrar framkvæmdar og umfjöllunar en ekki síður til þeirra atriða sem komið hafa fram að bandalagsrétti, eftir því sem það á við. Skaðlegri undirverðlagningu má lýsa þannig að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu beitir óeðlilega lágu vöruverði til að hafa neikvæð áhrif á samkeppnisaðila sína. Eftir að hafa bolað þeim burt af markaði, eða agað þá til, hækkar hið markaðsráðandi fyrirtæki verð sitt á ný og hagnast þannig með óeðlilegum hætti, aðilum markaðarins og almenningi til tjóns.
Í ritgerðinni er fjallað um almenn skilyrði skaðlegrar undirverðlagningar, auk þess sem fjallað er um valin atriði er tengjast efninu. Í upphafi er fjallað um hugtakið fyrirtæki. Þá er með all ítarlegum hætti gerð grein fyrir skilgreiningu markaðarins og markaðsráðandi stöðu. Umfjöllun um misnotkunarhugtakið fylgir í kjölfarið. Þá er vikið að umfjöllun um skaðlega undirverðlagningu, henni lýst með almennum hætti og fjallað um kostnaðarhugtök og þau kostnaðarviðmið sem
sett hafa verið fram til að afmarka skaðlega undirverðlagningu. Þá er fjallað um endurheimt sem skilyrði undirverðlagningar, auk þess sem fjallað er um hlutlægar réttlætingarástæður.

Samþykkt
5.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsida_meistarari... .pdf56,4KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Harald Gunnar Hall... .pdf848KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna